Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson skrifar 24. ágúst 2008 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Hu Jintao Kínaforseti „hittust á hliðarlínunni" á Ólympíuleikunum í Peking á föstudagsmorgun, eins og kínverska ríkisfréttastofan Xinhua orðar það í frétt af fundi þeirra. Haft var eftir Hu að viðræður landanna um tvíhliða fríverzlunarsamning gangi vel. Vonir standi til að hægt verði að leiða þær til lykta fyrr en áætlað hafði verið. Ólafur Ragnar tekur undir þetta í frétt Xinhua og segir Ísland vilja hraða gerð fríverzlunarsamningsins. Í tilkynningu um fund forsetanna frá skrifstofu forseta Íslands segir, að Ólafur Ragnar hafi sagt samskipti Íslands og Kína vera „sýnidæmi um samskipti smáríkis og stórþjóðar." Leiðtogar fjölmennasta ríkis heims hafa á liðnum árum sýnt óvenjulegan áhuga á samskiptum við eitt af fámennustu ríkjum heims hér á þessu eylandi norður við heimskautsbaug. Ein kenningin sem sett hefur verið fram til skýringar á þessum áhuga er að kínversku kommúnistaleiðtogarnir sjái í „norræna módelinu" nokkurs konar fyrirmynd að því sem þeir hafi metnað til að innleiða í Kína; leið til að samræma „sósíalisma" og „kapítalisma". Það snerti líka stolt þeirra minna að reyna að læra af Norðurlöndunum en af hinum stærri fyrrverandi nýlenduherraþjóðum Evrópu, hvað þá Bandaríkjunum. Það hefur einnig orðið tilefni ýmissa vangaveltna að kínverska kommúnistastjórnin skyldi hafa ákveðið að semja um fríverzlun við Íslendinga, fyrsta vestrænna þjóða. Hafa ber þó í huga að slíkur fríverzlunarsamningur nær aðeins til hluta þeirra mörgu þátta sem varða viðskipti landa í millum á dögum hnattvæðingar. Slíkur hefðbundinn fríverzlunarsamningur nær fyrst og fremst til niðurfellingar tolla af vöruviðskiptum. Það er gott og blessað. Það eru hins vegar aðrir og flóknari þættir sem til lengri tíma litið kunna að skipta meira máli, þættir á borð við vernd hugverkaréttar og fleiri slík lögfræðileg atriði sem er mjög snúið að semja um við ríki þar sem löggjöf á þessum sviðum er enn vanþróuð. Hinn væntanlegi fríverzlunarsamningur mun ekki ná til slíkra þátta. Fyrirsjáanlegt er að um þá verður ekki samið fyrr en eftir að Evrópusambandið hefur haft forgöngu um slíka samninga. Reyndar hefur það verið reglan hjá EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, að „elta" fríverzlunarsamninga ESB við þriðju ríki. Samningar Íslands við Kína eru athyglisverð undantekning frá þessu. Heyrzt hefur að raunveruleg ástæða þess að Kínverjar hafi viljað fara út í að gera slíka samninga við Íslendinga sé sú að þeir álíti í samningunum felast viðurkenningu vestræns lýðræðis- og markaðsbúskaparríkis á því að Kína sé orðið markaðsbúskaparríki. Þar kemur að pólitískt viðkvæmri hlið þessara samninga: Kæra Íslendingar sig um að vera sú þjóð sem hefur forgöngu um það á alþjóðavettvangi að viðurkenna kínverska alþýðulýðveldið sem fullmótað markaðsbúskaparríki? Gerði ríkisstjórn Íslands sér grein fyrir þessari „hliðarverkun" fríverzlunarsamninganna við Kína þegar ákveðið var að fara út í þá? Er það þetta sem forseti Íslands telur vera „sýnidæmi um samskipti smáríkis og stórþjóðar"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Hu Jintao Kínaforseti „hittust á hliðarlínunni" á Ólympíuleikunum í Peking á föstudagsmorgun, eins og kínverska ríkisfréttastofan Xinhua orðar það í frétt af fundi þeirra. Haft var eftir Hu að viðræður landanna um tvíhliða fríverzlunarsamning gangi vel. Vonir standi til að hægt verði að leiða þær til lykta fyrr en áætlað hafði verið. Ólafur Ragnar tekur undir þetta í frétt Xinhua og segir Ísland vilja hraða gerð fríverzlunarsamningsins. Í tilkynningu um fund forsetanna frá skrifstofu forseta Íslands segir, að Ólafur Ragnar hafi sagt samskipti Íslands og Kína vera „sýnidæmi um samskipti smáríkis og stórþjóðar." Leiðtogar fjölmennasta ríkis heims hafa á liðnum árum sýnt óvenjulegan áhuga á samskiptum við eitt af fámennustu ríkjum heims hér á þessu eylandi norður við heimskautsbaug. Ein kenningin sem sett hefur verið fram til skýringar á þessum áhuga er að kínversku kommúnistaleiðtogarnir sjái í „norræna módelinu" nokkurs konar fyrirmynd að því sem þeir hafi metnað til að innleiða í Kína; leið til að samræma „sósíalisma" og „kapítalisma". Það snerti líka stolt þeirra minna að reyna að læra af Norðurlöndunum en af hinum stærri fyrrverandi nýlenduherraþjóðum Evrópu, hvað þá Bandaríkjunum. Það hefur einnig orðið tilefni ýmissa vangaveltna að kínverska kommúnistastjórnin skyldi hafa ákveðið að semja um fríverzlun við Íslendinga, fyrsta vestrænna þjóða. Hafa ber þó í huga að slíkur fríverzlunarsamningur nær aðeins til hluta þeirra mörgu þátta sem varða viðskipti landa í millum á dögum hnattvæðingar. Slíkur hefðbundinn fríverzlunarsamningur nær fyrst og fremst til niðurfellingar tolla af vöruviðskiptum. Það er gott og blessað. Það eru hins vegar aðrir og flóknari þættir sem til lengri tíma litið kunna að skipta meira máli, þættir á borð við vernd hugverkaréttar og fleiri slík lögfræðileg atriði sem er mjög snúið að semja um við ríki þar sem löggjöf á þessum sviðum er enn vanþróuð. Hinn væntanlegi fríverzlunarsamningur mun ekki ná til slíkra þátta. Fyrirsjáanlegt er að um þá verður ekki samið fyrr en eftir að Evrópusambandið hefur haft forgöngu um slíka samninga. Reyndar hefur það verið reglan hjá EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, að „elta" fríverzlunarsamninga ESB við þriðju ríki. Samningar Íslands við Kína eru athyglisverð undantekning frá þessu. Heyrzt hefur að raunveruleg ástæða þess að Kínverjar hafi viljað fara út í að gera slíka samninga við Íslendinga sé sú að þeir álíti í samningunum felast viðurkenningu vestræns lýðræðis- og markaðsbúskaparríkis á því að Kína sé orðið markaðsbúskaparríki. Þar kemur að pólitískt viðkvæmri hlið þessara samninga: Kæra Íslendingar sig um að vera sú þjóð sem hefur forgöngu um það á alþjóðavettvangi að viðurkenna kínverska alþýðulýðveldið sem fullmótað markaðsbúskaparríki? Gerði ríkisstjórn Íslands sér grein fyrir þessari „hliðarverkun" fríverzlunarsamninganna við Kína þegar ákveðið var að fara út í þá? Er það þetta sem forseti Íslands telur vera „sýnidæmi um samskipti smáríkis og stórþjóðar"?
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun