Skömm Skagans Davíð Þór Jónsson skrifar 25. maí 2008 06:00 Ég er alinn upp við að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm. Að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Að enginn sé svo aumur að hann geti ekki hjálpað þeim sem eru enn aumari og að öllum beri að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að aðeins betri stað fyrir alla menn. Hvers vegna ég er alinn upp við þessi gildi veit ég ekki. Mig rekur nefnilega ekki minni til þess að hafa hlotið sérlega kristilegt uppeldi, alltjent ekki með miklu guðsorðahjali eða kirkjurækni. Sennilega var bara alin upp í mér virðing við mannúð og náungakærleik. Margir aðhyllast þessi sjónarmið í verki án þess að kalla sig kristna menn. Aðrir aðhyllast þessi sjónarmið í orði og segjast ekki myndu vera í vafa um það hvernig þeir ættu að bregðast við ef svo ólíklega myndi vilja til að þeir stæðu nú einhvern tímann frammi fyrir siðferðilegu álitamáli. Það hvarflar hins vegar ekki að þeim að þessi sjónarmið geti átt við í dagsins önn, að daglegar ákvarðanir þeirra og framferði sýni afstöðu þeirra í siðferðilegum efnum. Þeim dettur ekki í hug að mannúð og náungakærleikur geti komið pólitík eða hagfræði við, ekki frekar en að hugtök eins „ást" og „fegurð" séu nothæfur mælikvarði í akademískum raunvísindum. Við praktískar ákvarðanir hljóti auðvitað einu viðmiðin að vera hagnaður og arðsemi. Andlega talið sé gott og blessað svo langt sem það nær, en auðvitað eigi það aðeins við um innra líf manneskjunnar. Þeir eru allir af vilja gerðir að reynast náunganum vel, nema náttúrlega ef það kostar þá eitthvað eða ómakar á nokkurn hátt. Þeir nota skort á húsrúmi sem afsökun fyrir skorti á hjartarúmi. Þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn, af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra, rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður landflótta palestínskra ekkna. Þannig efast ég ekki um að margir þeirra Skagamanna sem skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu erlends flóttafólks í bæinn telji sig til kristinna manna. Orð Krists, „það sem þér gerið einum mínum minnstu bræðra gerið þér mér", hafi í huga þeirra enga skírskotun til úrlausnarefna líðandi stundar heldur séu bara fallegt orðagjálfur til skrauts á sunnudögum. Til er gott, rammíslenkst orð yfir þannig fólk. „Hræsnarar". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Ég er alinn upp við að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm. Að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Að enginn sé svo aumur að hann geti ekki hjálpað þeim sem eru enn aumari og að öllum beri að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að aðeins betri stað fyrir alla menn. Hvers vegna ég er alinn upp við þessi gildi veit ég ekki. Mig rekur nefnilega ekki minni til þess að hafa hlotið sérlega kristilegt uppeldi, alltjent ekki með miklu guðsorðahjali eða kirkjurækni. Sennilega var bara alin upp í mér virðing við mannúð og náungakærleik. Margir aðhyllast þessi sjónarmið í verki án þess að kalla sig kristna menn. Aðrir aðhyllast þessi sjónarmið í orði og segjast ekki myndu vera í vafa um það hvernig þeir ættu að bregðast við ef svo ólíklega myndi vilja til að þeir stæðu nú einhvern tímann frammi fyrir siðferðilegu álitamáli. Það hvarflar hins vegar ekki að þeim að þessi sjónarmið geti átt við í dagsins önn, að daglegar ákvarðanir þeirra og framferði sýni afstöðu þeirra í siðferðilegum efnum. Þeim dettur ekki í hug að mannúð og náungakærleikur geti komið pólitík eða hagfræði við, ekki frekar en að hugtök eins „ást" og „fegurð" séu nothæfur mælikvarði í akademískum raunvísindum. Við praktískar ákvarðanir hljóti auðvitað einu viðmiðin að vera hagnaður og arðsemi. Andlega talið sé gott og blessað svo langt sem það nær, en auðvitað eigi það aðeins við um innra líf manneskjunnar. Þeir eru allir af vilja gerðir að reynast náunganum vel, nema náttúrlega ef það kostar þá eitthvað eða ómakar á nokkurn hátt. Þeir nota skort á húsrúmi sem afsökun fyrir skorti á hjartarúmi. Þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn, af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra, rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður landflótta palestínskra ekkna. Þannig efast ég ekki um að margir þeirra Skagamanna sem skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu erlends flóttafólks í bæinn telji sig til kristinna manna. Orð Krists, „það sem þér gerið einum mínum minnstu bræðra gerið þér mér", hafi í huga þeirra enga skírskotun til úrlausnarefna líðandi stundar heldur séu bara fallegt orðagjálfur til skrauts á sunnudögum. Til er gott, rammíslenkst orð yfir þannig fólk. „Hræsnarar".
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun