Jólatónleikar þrátt fyrir áföll 28. október 2008 05:00 Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Laugardalshöll í fyrra sem heppnuðust einstaklega vel. „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira