The Godfather númer eitt 16. desember 2008 04:15 Hin sígilda mafíumynd The Godfather er í efsta sæti á lista Kvikmyndastofnunar Bandaríkjanna yfir bestu glæpamyndirnar. Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Tíu myndir voru valdar í hvern þeirra tíu flokka sem voru í boði. Auk The Godfather komust á toppinn stórvirki á borð við The Wizard of Oz, 2001: A Space Oddissey, Vertigo og Lawrence of the Arabia. Athygli vekur að meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar myndir í Ráðgátu-flokknum og að City Lights eftir Charles Chaplin var valin besta rómantíska gamanmyndin. Bar hún þar sigurorð af vinsælum myndum á borð við Annie Hall, When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle. Einu myndirnar frá þessum áratug sem komst á listann voru The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek og Finding Nemo. „Það er út af þessu sem listar sem þessir eru svona mikilvægir. Þeir halda þessum myndum inni í menningarlegri umræðu," sagði Bob Gazzale, forseti stofnunarinnar. „Þegar City Lights er heiðruð sem besta rómantíska gamanmyndin munu milljónir manna gefa henni gaum og horfa á hana." Leikarar, kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og aðrir í Hollywood tóku þátt í að velja myndirnar. Kvikmyndastofnunin hefur einnig valið tíu bestu bandarísku myndir þessa árs. Þær eru: Wall-E, Milk, The Dark Knight, Frost/Nixon, The Wrestler, Gran Torino, Iron Man, The Curious Case of Benjamin Button, Frozen River og Wendy and Lucy. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Tíu myndir voru valdar í hvern þeirra tíu flokka sem voru í boði. Auk The Godfather komust á toppinn stórvirki á borð við The Wizard of Oz, 2001: A Space Oddissey, Vertigo og Lawrence of the Arabia. Athygli vekur að meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar myndir í Ráðgátu-flokknum og að City Lights eftir Charles Chaplin var valin besta rómantíska gamanmyndin. Bar hún þar sigurorð af vinsælum myndum á borð við Annie Hall, When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle. Einu myndirnar frá þessum áratug sem komst á listann voru The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek og Finding Nemo. „Það er út af þessu sem listar sem þessir eru svona mikilvægir. Þeir halda þessum myndum inni í menningarlegri umræðu," sagði Bob Gazzale, forseti stofnunarinnar. „Þegar City Lights er heiðruð sem besta rómantíska gamanmyndin munu milljónir manna gefa henni gaum og horfa á hana." Leikarar, kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og aðrir í Hollywood tóku þátt í að velja myndirnar. Kvikmyndastofnunin hefur einnig valið tíu bestu bandarísku myndir þessa árs. Þær eru: Wall-E, Milk, The Dark Knight, Frost/Nixon, The Wrestler, Gran Torino, Iron Man, The Curious Case of Benjamin Button, Frozen River og Wendy and Lucy.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira