Tónlist

Fólk sýni baráttuanda

Hljómsveitin Mammút kemur fram á tónleikum í Smáralind á laugardaginn.
Hljómsveitin Mammút kemur fram á tónleikum í Smáralind á laugardaginn.
Mammút, Agent Fresco og fleiri hljómsveitir koma fram á tónleikum í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardaginn. Tildrög tónleikanna eru þau að tónlistarmaðurinn Ká Eff Bé, Kristinn F. Birgisson, samdi lag til kærustu sinnar sem hefur glímt við heilakrabbamein síðastliðin fimm ár. Hann og félagi hans, Ástþór Óðinn, sem sjálfur missti móður sína fyrir nokkrum árum vegna krabbameins, ákváðu þá að efna til tónleika með aðstoð Krabbameinsfélagsins. „Þetta eru baráttukveðjutónleikar. Við viljum hvetja fólk til að mæta og sýna sinn baráttuanda," segir Kristinn. Allir sem koma að tónleikunum gera það án endurgjalds. Frítt er inn á tónleikana sem hefjast klukkan 16 og standa yfir í tvo tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×