Fimm íslenskar myndir 3. október 2008 06:30 Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri situr fyrir svörum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld. Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira