Vinalegir þjófar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. nóvember 2008 05:00 Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjólatúr um borgina. Ég rataði vissulega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðjan dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúrinn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans. Ekki hafði ég hjólað lengi þegar ég áttaði mig á því að ég var villtur. Nokkru síðar varð mér ljóst að ég var villtur á helst til óhentugum stað þar sem svört næturiðja hvers konar var stunduð af kappi. Ég hjólaði því eins og vænn og blóðugur mannabiti innan um hákarlatorfu. Ekki leið á löngu uns tveir skuggalegir menn brugðu sér að mér og spurðu hvað ég vildi. Þeir tóku öllum sögum um hjólreiðatúr ótrúlega. Sögðu að ég þyrfti ekki að vera með nein látalæti hér því löggan væri hvergi nærri og þeir tvímenningar væru með þennan fína varning. Opnaði annar lófann og sýndi mér alls konar pillur sem mér skilst að hafi verið alsæla eða eitthvað því um líkt. En ég var síður en svo alsæll en afar stressaður og sagðist vilja halda för minni áfram. Það var ekki tekið gilt, nú skyldi hjólreiðakappinn láta þá hafa peningana. Nú voru góð ráð dýr því ferðalangurinn óreyndi var með veskið og krítarkortið í innanávasa á gallajakkanum. Ég sagðist því enga peninga hafa. Þá var þeim félögum nóg boðið og tróðu fingrum sínum í alla vasa … nema innanávasann. Eitthvert smáræði uppskáru þeir en að verki loknu komu þeir mér á óvart. „Jæja, félagi, hvaðan ert þú?" spurði annar kumpánlega. Spjölluðum við nokkra stund og sýndu þeir þá af sér mun meiri þokka en stundarkorni áður. Fékk annar síðan að sitja aftan á hjá mér spölkorn meðan ég hélt út í aðra óvissu. Það er nú svo undarlegt að þótt það sé vissulega mikið áfall að verða rændur þá vona ég nú þrátt fyrir allt saman að þessir kumpánar sem hjálpuðu mér að vaka til morguns hafi ekki leiðst út í þá ógæfu að hafa opnað Icesave-reikning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjólatúr um borgina. Ég rataði vissulega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðjan dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúrinn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans. Ekki hafði ég hjólað lengi þegar ég áttaði mig á því að ég var villtur. Nokkru síðar varð mér ljóst að ég var villtur á helst til óhentugum stað þar sem svört næturiðja hvers konar var stunduð af kappi. Ég hjólaði því eins og vænn og blóðugur mannabiti innan um hákarlatorfu. Ekki leið á löngu uns tveir skuggalegir menn brugðu sér að mér og spurðu hvað ég vildi. Þeir tóku öllum sögum um hjólreiðatúr ótrúlega. Sögðu að ég þyrfti ekki að vera með nein látalæti hér því löggan væri hvergi nærri og þeir tvímenningar væru með þennan fína varning. Opnaði annar lófann og sýndi mér alls konar pillur sem mér skilst að hafi verið alsæla eða eitthvað því um líkt. En ég var síður en svo alsæll en afar stressaður og sagðist vilja halda för minni áfram. Það var ekki tekið gilt, nú skyldi hjólreiðakappinn láta þá hafa peningana. Nú voru góð ráð dýr því ferðalangurinn óreyndi var með veskið og krítarkortið í innanávasa á gallajakkanum. Ég sagðist því enga peninga hafa. Þá var þeim félögum nóg boðið og tróðu fingrum sínum í alla vasa … nema innanávasann. Eitthvert smáræði uppskáru þeir en að verki loknu komu þeir mér á óvart. „Jæja, félagi, hvaðan ert þú?" spurði annar kumpánlega. Spjölluðum við nokkra stund og sýndu þeir þá af sér mun meiri þokka en stundarkorni áður. Fékk annar síðan að sitja aftan á hjá mér spölkorn meðan ég hélt út í aðra óvissu. Það er nú svo undarlegt að þótt það sé vissulega mikið áfall að verða rændur þá vona ég nú þrátt fyrir allt saman að þessir kumpánar sem hjálpuðu mér að vaka til morguns hafi ekki leiðst út í þá ógæfu að hafa opnað Icesave-reikning.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun