Sigur Rós lýkur tónleikaferðinni heima 25. október 2008 09:00 Hljómsveitin Sigur Rós lýkur tónleikferð sinni um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll 23. nóvember.fréttablaðið/gva Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira