Tónlist

Frábær list tekur tíma

Umboðsmaður Guns N‘ Roses líkir Axl Rose við ítalska listamanninn Michelangelo.
Umboðsmaður Guns N‘ Roses líkir Axl Rose við ítalska listamanninn Michelangelo.

Andy Gould, umboðsmaður Guns N"Roses, líkir söngvaranum Axl Rose við ítalska listamanninn Michelangelo í nýlegu viðtali. Sautján ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar með frumsömdu efni kom út, Use Your Illusions II. Töldu því margir að nýja platan, Chinese Democracy sem kemur út 24. nóvember, yrði aldrei að veruleika.

„Samspil listar og viðskipta hefur alltaf verið undarlegt. Þegar þeir báðu Michelangelo um að mála Sixtínsku kapelluna sögðu þeir ekki: „Geturðu málað hana á þessum ársfjórðungi?" Frábær listaverk taka stundum langan tíma," sagði Gould. Bætti hann því við að Chinese Democracy væri dýrasta rokkplata sem gerð hafi verið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×