Fótbolti

Pique: Maradona tilheyrir fortíðinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Messi fagnar með félögum sínum í argentínska landsliðinu.
Messi fagnar með félögum sínum í argentínska landsliðinu.

Diego Maradona er duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir ummæli sín um allar hliðar fótboltans. Í nýlegu viðtali skaut hann föstum skotum að Lionel Messi, argentínska landsliðsmanninn hjá Barcelona.

Maradona sagði Messi ofmetinn leikmann og til að mynda væri Javier Mascherano, leikmaður Liverpool, mun mikilvægari fyrir landslið Argentínu en Messi. Þá sagði hann Messi vera eigingjarnan.

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, er ekki sáttur við ummæli Maradona um samherja sinn.

„Þegar Messi skorar mark með því að leika á fimm leikmenn þá gagnrýnir hann enginn. Maradona skoraði gott mark gegn Englandi á HM. Fyrir fjórum mánuðum sagði hann að Leo væri bestur í heimi en nú kemur hann með harða gagnrýni. Sem fyrrum leikmaður ætti hann að vita betur," sagði Pique.

„Ég held að enginn taki mark á Maradona. Hann tilheyrir fortíðinni, Messi er framtíðin," sagði Pique.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×