Thiago í gítarkeppni á netinu 24. september 2008 05:00 Brasilíumaðurinn knái tekur þátt í alþjóðlegri gítarkeppni á netinu og vonast eftir hjálp Íslendinga. Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem býr á Ólafsfirði, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu gítarkeppninni Dean Guitar Shredder Contest USA sem fer fram á netinu. Þátttakendum var gert að senda einnar mínútu langt myndband sem sýndi gítarsnilli þeirra og síðan yrði þeim gefin einkunn á netinu. Thiago er þegar kominn í gegnum hundrað myndbanda niðurskurðinn og biðlar nú til Íslendinga að hjálpa sér að komast enn lengra, því fimmta nóvember verða 25 bestu gítarleikararnir valdir. „Ég tel mig eiga góða möguleika vegna þess að miðað við ummælin sem ég hef fengið á spjallsíðu keppninnar er ég með eitt besta myndbandið," segir Thiago, sem hefur starfað sem tónlistarkennari hér á landi í þrjú ár. „Fólk víða að úr heiminum hefur verið að kjósa mig og með hjálp Íslendinga get ég vonandi náð enn þá lengra í keppninni." Í myndbandinu spilar Thiago bút úr lagi sínu Fire sem verður á nýrri sólóplötu sem hann er með í smíðum. Sýnir hann þar mikla fingrafimi og er greinilegt að þar er enginn nýgræðingur á ferð. Þeir sem vilja leggja Thiago lið í gítarkeppninni geta gefið myndbandinu hans einkunn á slóðinni http://deanguitars.com/shredder/viewProfile.php?id=1431. Fimmtánda nóvember verður besti gítarleikarinn síðan valinn og fær hann verðlaun að verðmæti um 1,2 milljónir króna. Á meðal þeirra sem sitja í dómnefndinni verða Eric Peterson, gítarleikari Testament, og Vinnie Paul, trommari Pantera. - fb Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem býr á Ólafsfirði, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu gítarkeppninni Dean Guitar Shredder Contest USA sem fer fram á netinu. Þátttakendum var gert að senda einnar mínútu langt myndband sem sýndi gítarsnilli þeirra og síðan yrði þeim gefin einkunn á netinu. Thiago er þegar kominn í gegnum hundrað myndbanda niðurskurðinn og biðlar nú til Íslendinga að hjálpa sér að komast enn lengra, því fimmta nóvember verða 25 bestu gítarleikararnir valdir. „Ég tel mig eiga góða möguleika vegna þess að miðað við ummælin sem ég hef fengið á spjallsíðu keppninnar er ég með eitt besta myndbandið," segir Thiago, sem hefur starfað sem tónlistarkennari hér á landi í þrjú ár. „Fólk víða að úr heiminum hefur verið að kjósa mig og með hjálp Íslendinga get ég vonandi náð enn þá lengra í keppninni." Í myndbandinu spilar Thiago bút úr lagi sínu Fire sem verður á nýrri sólóplötu sem hann er með í smíðum. Sýnir hann þar mikla fingrafimi og er greinilegt að þar er enginn nýgræðingur á ferð. Þeir sem vilja leggja Thiago lið í gítarkeppninni geta gefið myndbandinu hans einkunn á slóðinni http://deanguitars.com/shredder/viewProfile.php?id=1431. Fimmtánda nóvember verður besti gítarleikarinn síðan valinn og fær hann verðlaun að verðmæti um 1,2 milljónir króna. Á meðal þeirra sem sitja í dómnefndinni verða Eric Peterson, gítarleikari Testament, og Vinnie Paul, trommari Pantera. - fb
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira