Fótbolti

Meistarakeppnin á Ítalíu spiluð í Kína

Zlatan Ibrahimovic og félagar gætu þurft að spila í Peking á næsta ári
Zlatan Ibrahimovic og félagar gætu þurft að spila í Peking á næsta ári NordicPhotos/GettyImages

Í dag var tilkynnt að meistarakeppnin á Ítalíu, árlegur leikur deildar- og bikarmeistara þar í landi, verði haldin í Kína á næsta ári.

Hefð er fyrir því að keppni þessi sé haldin utan landsteina og hefur leikurinn m.a. verið spilaður í bæði New York og Washington í Bandaríkjunum. Á næsta ári verður leikurinn haldinn í Peking í Kína.

Ítalska A-deildin mun annars hefjast viku fyrr en venjulega næsta sumar eða 23 ágúst og ljúka 16. maí.

Það er gert til að gefa Marcello Lippi og landsliðinu nægan tíma til að undirbúa sig fyrir titilvörnina á HM 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×