Fótbolti

Aðgöngumiðar í stað vegabréfa

Þessi lukkulegi stuðningsmaður heldur hér á miðanum sem veitir honum aðgang inn í Moskvu
Þessi lukkulegi stuðningsmaður heldur hér á miðanum sem veitir honum aðgang inn í Moskvu NordcPhotos/GettyImages

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir fólki sem er með miða á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í kring um úrslitaleikinn í Moskvu þann 21. maí. Þetta er einsdæmi að sögn talsmanns skipuleggjenda viðburðarins.

Stuðningsmenn Manchester United og Chelsea þurfa þannig aðeins að vísa fram aðgöngumiða á úrslitaleikinn við komuna til Moskvu, en þurfa ekki að framvísa vegabréfum sínum.

Gert er ráð fyrir tugþúsundum Englendinga í Moskvu og munu þeir væntanlega fara langt með að fylla Luzhniki völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×