Fótbolti

Ruslatunnan til Quaresma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ricardo Quaresma í baráttunni.
Ricardo Quaresma í baráttunni.

Ricardo Quaresma, leikmaður ítalska liðsins Inter, hefur fengið gullnu ruslatunnuna þetta árið. Verðlaunin eru veitt árlega þeim leikmanni sem ollið hefur mestum vonbrigðum í ítalska boltanum.

Það eru hlustendur útvarpsstöðvarinnar Rai Radio 2 sem kjósa en verðlaunin hafa verið veitt síðustu sex ár. Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano hefur hlotið þessi verðlaun síðustu tvö ár en nú hefur liðsfélagi hans hlotnast þessi óheiður.

Quaresma gekk til liðs við Inter frá Porto í heimalandi sínu síðasta sumar en hefur alls ekki staðið undir væntingum. Hann hlaut 17% af atkvæðum í kosningunni að þessu sinni, sjö prósentum fleiri atkvæði en Christian Vieri sem áður hefur hlotið ruslatunnuna.

Adriano varð í þriðja sæti en þar á eftir komu þrír leikmenn AC Milan, þeir Ronaldo, Dida og Andriy Shevchenko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×