Saga eftir Palahniuk í bíó 23. október 2008 08:00 Auglýsingaplakat fyrir þekktustu mynd sem gerð hefur verið eftir sögu Chucks Palahniuk. Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira