Tónlist

Marco V á árshátíð

Hollenski plötusnúðurinn Marco V spilar á árshátíð Techno.is á laugardaginn.
Hollenski plötusnúðurinn Marco V spilar á árshátíð Techno.is á laugardaginn.

Hollenski plötusnúðurinn Marco V spilar á árshátíð Techno.is sem verður haldin á Nasa á laugardaginn. Einnig koma fram þetta kvöld vinsælir íslenskir plötusnúðar.

Marco, sem er fæddur og uppalinn í Hollandi, er hógvær og jarðbundinn fjölskyldumaður með óslökkvanlegan losta fyrir tónlist. Combi:Nations mix-serían hans hefur notið velgengni auk þess sem platan hans 200V fangaði hug og hjarta danstónlistarunnenda. Var hún spiluð töluvert á útvarpsstöðinni BBC Radio 1. Á meðal þekktustu laga hans eru Indicator, Simulated, More Than a Life Away og Red Blue Purple. Einnig hefur hann getið sér gott orð fyrir að endurlífga sígild danslög eins og Café del mar og Loops & Tings Relooped. Ljóst er að aðdáendur góðrar danstónlistar eiga fyrir höndum skemmtilegt laugardagskvöld, sneisafullt af grípandi töktum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×