Skrapp út fær góða dóma 26. ágúst 2008 03:30 Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma hjá bandaríska kvikmyndatímaritinu Variety. Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal." Skrapp út hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð síðan hún kom út fyrr í mánuðinum. Auk góðra dóma hérlendis fékk hún á dögunum Variety Piazze Grande-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss. Framleiðslufyrirtæki leikarans Brads Pitt hefur einnig lýst yfir áhuga á að gera bandaríska útgáfu af myndinni. Samkvæmt Variety hefur Sólveig Anspach í hyggju að gera tvær framhaldsmyndir af Skrapp út sem kæmu í bíó eftir nokkur ár. Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal." Skrapp út hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð síðan hún kom út fyrr í mánuðinum. Auk góðra dóma hérlendis fékk hún á dögunum Variety Piazze Grande-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss. Framleiðslufyrirtæki leikarans Brads Pitt hefur einnig lýst yfir áhuga á að gera bandaríska útgáfu af myndinni. Samkvæmt Variety hefur Sólveig Anspach í hyggju að gera tvær framhaldsmyndir af Skrapp út sem kæmu í bíó eftir nokkur ár.
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira