Megas Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 31. júlí 2008 05:45 Fyrir nokkrum árum var ég álitinn skrítinn. Ég gerði mér nefnilega oft far um að sjá Megas á tónleikum. Á hverri menningarnótt var fastur liður að kíkja í portið Við Tjörnina, þar sem lítill hópur hörðustu aðdáenda Megasar safnaðist saman og hlustaði á meistarann. Yfirleitt var það eina menningin sem ég get með góðri samvisku sagst hafa upplifað á menningarnóttum síðustu ára. Nú er tíðin önnur. Nú væri ég álitinn skrítinn ef ég færi ekki á tónleika með Megasi. Hann spilar á stórtónleikum, selur sig í auglýsingar og heldur dansleiki á sömu skemmtistöðum og frægir erlendir skífuþeytar. Megas er endurupprisinn, aðeins 20 árum eftir að hann lagði drög að því. Um daginn var ég staddur á sama öldurhúsi og Megas. Þegar fólk af kalíberi Megasar er á fjölsóttum stað segja almennar umgengnisreglur fræga fólksins að hið rétta sé að hunsa það. Það er ekkert svalt við að flaðra upp um frægan einstakling og biðja hann um að árita á sér bringuna. En það er fáránlega töff að yppta öxlum og þykjast ekki sjá hann - eins og það sé svo daglegt brauð að umgangast elítuna að engin ástæða sé til að kippa sér upp. Auðvitað er ég fullmeðvitaður um þessar óskrifuðu reglur. Hins vegar sá ég mér leik á borði þegar ég kannaðist við meðreiðarsvein Megasar. Ég þóttist ekki sjá skáldið meðan ég spjallaði við kunningja minn og beið þess óþreyjufullur að hann kynnti mig fyrir goðinu. Loksins kom stundin. „Þekkirðu Megas?" Halelúja. Ég hef verið kynntur fyrir lifandi goðsögn. Nú er tækifærið til að segja eitthvað sniðugt, hnyttið og heimspekilegt. „Sæll, ég er mikill aðdáandi!" Andskotinn. Af öllum þeim innblásnu hlutum sem ég hefði getað sagt. Ég tek alltént ekki sénsinn á að spilla meira fyrir sjálfum mér og fer út að reykja. Seinna um kvöldið fékk ég reyndar annað tækifæri til að bjarga málunum og settist að stuttu spjalli við Megas. Talið barst að frú Vigdísi Finnbogadóttur og Megas sagði að eitt væri mjög áhugavert við hana Dísu. „Nú," segi ég og halla mér nær honum eins og grískur skóladrengur, vitandi að nú muni eitthvert ódauðlegt viskukornið hrjóta af vörum meistarans. „Hún er orðin svo helvíti ellileg." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun
Fyrir nokkrum árum var ég álitinn skrítinn. Ég gerði mér nefnilega oft far um að sjá Megas á tónleikum. Á hverri menningarnótt var fastur liður að kíkja í portið Við Tjörnina, þar sem lítill hópur hörðustu aðdáenda Megasar safnaðist saman og hlustaði á meistarann. Yfirleitt var það eina menningin sem ég get með góðri samvisku sagst hafa upplifað á menningarnóttum síðustu ára. Nú er tíðin önnur. Nú væri ég álitinn skrítinn ef ég færi ekki á tónleika með Megasi. Hann spilar á stórtónleikum, selur sig í auglýsingar og heldur dansleiki á sömu skemmtistöðum og frægir erlendir skífuþeytar. Megas er endurupprisinn, aðeins 20 árum eftir að hann lagði drög að því. Um daginn var ég staddur á sama öldurhúsi og Megas. Þegar fólk af kalíberi Megasar er á fjölsóttum stað segja almennar umgengnisreglur fræga fólksins að hið rétta sé að hunsa það. Það er ekkert svalt við að flaðra upp um frægan einstakling og biðja hann um að árita á sér bringuna. En það er fáránlega töff að yppta öxlum og þykjast ekki sjá hann - eins og það sé svo daglegt brauð að umgangast elítuna að engin ástæða sé til að kippa sér upp. Auðvitað er ég fullmeðvitaður um þessar óskrifuðu reglur. Hins vegar sá ég mér leik á borði þegar ég kannaðist við meðreiðarsvein Megasar. Ég þóttist ekki sjá skáldið meðan ég spjallaði við kunningja minn og beið þess óþreyjufullur að hann kynnti mig fyrir goðinu. Loksins kom stundin. „Þekkirðu Megas?" Halelúja. Ég hef verið kynntur fyrir lifandi goðsögn. Nú er tækifærið til að segja eitthvað sniðugt, hnyttið og heimspekilegt. „Sæll, ég er mikill aðdáandi!" Andskotinn. Af öllum þeim innblásnu hlutum sem ég hefði getað sagt. Ég tek alltént ekki sénsinn á að spilla meira fyrir sjálfum mér og fer út að reykja. Seinna um kvöldið fékk ég reyndar annað tækifæri til að bjarga málunum og settist að stuttu spjalli við Megas. Talið barst að frú Vigdísi Finnbogadóttur og Megas sagði að eitt væri mjög áhugavert við hana Dísu. „Nú," segi ég og halla mér nær honum eins og grískur skóladrengur, vitandi að nú muni eitthvert ódauðlegt viskukornið hrjóta af vörum meistarans. „Hún er orðin svo helvíti ellileg."
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun