Frumvarp til laga um hæfilega spillingu Þráinn Bertelsson skrifar 1. september 2008 12:15 1. grein: „Láttu ekki standa þig að verki." 2. grein. „Ef þú ert gripinn áttu að biðjast fyrirgefningar án þess að slá til blaðamanna." Þér verður fyrirgefið. Það krefst þess enginn að þingmaður hafi óbrenglaða dómgreind. 3. grein. „Varðandi ferðalög skaltu forðast að fljúga á Saga klass og kúldrast aftur í gripaflutningadeildinni, nema um sé að ræða langt flug sem hvorki byrjar né endar á íslenskum flugvelli." 4. grein. „Varðandi dagpeninganeyslu maka skaltu forðast að fljúga með maka þínum til og frá landinu í sömu vél og forðast þannig óþarfa kjaftagang." Gott er að senda makann deginum áður til að taka upp úr töskunum. Fyrir heimkomu er gott að taka aukadag og fara í gufu og nudd og líta vel út í fjölmiðlaviðtölum um það gífurlega hlutverk sem bíður Íslands í alþjóðaviðskiptum. 5. grein. „Varðandi skipanir vina þinna í embætti er lykilatriði að koma á gagnvirku samkomulagi við aðra stjórnmálamenn:" Þeir skipa þína fulltrúa óskylda sér í embætti og þú launar greiðann með því að gauka góðum póstum að ættingjum þeirra. 6. grein. „Mikilvægt er að viðurkenna aldrei fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki." Hlutabréf eða stofnfé á þínu nafni sem snuðrarar finna samt skaltu útskýra sem tannfé eða skírnargjafir sem þú hafir gleymt og aldrei talið nokkurs virði. 7. grein. „Á öllum fundum í kjördæmi þínu skaltu óhikað bjóða upp á góðar veislur og ómælt áfengi." Annars halda kjósendur þínir að þú sért valdalaus aumingi. 8. grein. „Mútur: Ef einhver klórar manni á bakinu er ráðlegt að mynda hring með fleiri aðilum sem klóra hver öðrum duglega á bakinu. Ef hringurinn er nógu stór er engin leið til þess fyrir blaðasnápa að grafa upp hver sat hvar í hringnum og klóraði hverjum fyrir hvað." 9. grein. „Varðandi laxveiðar og boðsferðir ber að tryggja að veiðibækur og boðslistar komi ekki fyrir almenningssjónir." 10. grein. „Varðandi nauðsynlegar og óhjákvæmilegar embættaveitingar sem allir sjá að eru bara spilling er nauðsynlegt að taka sér frí í hálfan dag og koma veitingunni á staðgengil sinn í ráðherrastarfi." Til þess eru staðgenglar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
1. grein: „Láttu ekki standa þig að verki." 2. grein. „Ef þú ert gripinn áttu að biðjast fyrirgefningar án þess að slá til blaðamanna." Þér verður fyrirgefið. Það krefst þess enginn að þingmaður hafi óbrenglaða dómgreind. 3. grein. „Varðandi ferðalög skaltu forðast að fljúga á Saga klass og kúldrast aftur í gripaflutningadeildinni, nema um sé að ræða langt flug sem hvorki byrjar né endar á íslenskum flugvelli." 4. grein. „Varðandi dagpeninganeyslu maka skaltu forðast að fljúga með maka þínum til og frá landinu í sömu vél og forðast þannig óþarfa kjaftagang." Gott er að senda makann deginum áður til að taka upp úr töskunum. Fyrir heimkomu er gott að taka aukadag og fara í gufu og nudd og líta vel út í fjölmiðlaviðtölum um það gífurlega hlutverk sem bíður Íslands í alþjóðaviðskiptum. 5. grein. „Varðandi skipanir vina þinna í embætti er lykilatriði að koma á gagnvirku samkomulagi við aðra stjórnmálamenn:" Þeir skipa þína fulltrúa óskylda sér í embætti og þú launar greiðann með því að gauka góðum póstum að ættingjum þeirra. 6. grein. „Mikilvægt er að viðurkenna aldrei fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki." Hlutabréf eða stofnfé á þínu nafni sem snuðrarar finna samt skaltu útskýra sem tannfé eða skírnargjafir sem þú hafir gleymt og aldrei talið nokkurs virði. 7. grein. „Á öllum fundum í kjördæmi þínu skaltu óhikað bjóða upp á góðar veislur og ómælt áfengi." Annars halda kjósendur þínir að þú sért valdalaus aumingi. 8. grein. „Mútur: Ef einhver klórar manni á bakinu er ráðlegt að mynda hring með fleiri aðilum sem klóra hver öðrum duglega á bakinu. Ef hringurinn er nógu stór er engin leið til þess fyrir blaðasnápa að grafa upp hver sat hvar í hringnum og klóraði hverjum fyrir hvað." 9. grein. „Varðandi laxveiðar og boðsferðir ber að tryggja að veiðibækur og boðslistar komi ekki fyrir almenningssjónir." 10. grein. „Varðandi nauðsynlegar og óhjákvæmilegar embættaveitingar sem allir sjá að eru bara spilling er nauðsynlegt að taka sér frí í hálfan dag og koma veitingunni á staðgengil sinn í ráðherrastarfi." Til þess eru staðgenglar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun