Ímyndin Guðmundur Steingrímsson skrifar 13. desember 2008 06:00 Í vikunni lýsti erlendur blaðamaður því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossakjöt, þurran fisk og gamlar DVD útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk. ERU þetta ekki örlög okkar? Alltaf skulu útlendingar draga upp einhverja öfgakennda mynd af okkur, sem á einhvern hátt gerir okkur stórundarleg. Þegar ég var krakki, og engir vissu neitt um Ísland erlendis, var ekki óalgengt að útlendingar spyrðu mörlandann varfærnislega hvernig væri að búa í snjóhúsum. ÞESSI útbreiddi misskilningur útlendinga fjaraði út með leiðtogafundi og öðrum viðburðum sem rötuðu í heimspressuna, eins og bjórdeginum, en alltaf hefur þó sérviskustimpillinn haldist. Eftir að Björk varð fræg urðu hinir jarðbundnustu Íslendingar að sætta sig við það að vera taldir einhvers konar álfar. Af þeirri ímynd var hægt að hafa dálítið gaman. Hún tengdist þeirri hugmynd útlendinga að hér væri fólk tengt náttúrunni undarlega djúpum og jafnvel furðulegum böndum. Ég laug því til dæmis alltaf að útlendingum, þegar tækifæri gafst, að á Íslandi væri almennt pissað á hákarla áður en þeir væru étnir. „Í alvöru?" sagði fólk þá og gapti. NÚNA mun renna upp það skeið í ímyndarsögu Íslands að við Íslendingar verðum í augum útlendinga enn furðulegri en nokkru sinni fyrr. Núna erum við ekki bara álfar, heldur fátækir, gjaldþrota álfar, tyggjandi hrossakjöt við mörk hins byggilega heims. Líkt og áður er það lykilatriði fyrir okkur sem hér búum og vitum betur, að hafa af þessari ímynd eitthvað gaman. ÉG er strax farinn að hlakka til. Ég ætla t.d. að halda því blákalt fram við næsta útlending að eftir að bankaranir hrundu hafi ég lifað meira og minna á kæstri hrossamjólk, sé með pappaspjöld í stað útidyrahurðar og að besti skemmtistaðurinn núna í miðborg Reykjavíkur sé tiltekinn olíutunna á hafnarbakkanum þar sem hægt er að standa ásamt félögum sínum og ylja sér við eld. Á einhverjum tímapunkti í samræðunni ætla ég síðan að halla mér hálfglottandi, með gatslitna rauða Sigurrósarhúfu á hausnum, að útlendingnum, vonandi blaðamanni, og spyrja hann andfúll - vegna þess að hér verður auðvitað ekki til neitt tannkrem lengur - hvort hann geti lánað mér pening. SVO er bara að vona, sem er dálítið áríðandi í stöðunni, að þetta grín verði ekki alltof nálægt raunveruleikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun
Í vikunni lýsti erlendur blaðamaður því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossakjöt, þurran fisk og gamlar DVD útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk. ERU þetta ekki örlög okkar? Alltaf skulu útlendingar draga upp einhverja öfgakennda mynd af okkur, sem á einhvern hátt gerir okkur stórundarleg. Þegar ég var krakki, og engir vissu neitt um Ísland erlendis, var ekki óalgengt að útlendingar spyrðu mörlandann varfærnislega hvernig væri að búa í snjóhúsum. ÞESSI útbreiddi misskilningur útlendinga fjaraði út með leiðtogafundi og öðrum viðburðum sem rötuðu í heimspressuna, eins og bjórdeginum, en alltaf hefur þó sérviskustimpillinn haldist. Eftir að Björk varð fræg urðu hinir jarðbundnustu Íslendingar að sætta sig við það að vera taldir einhvers konar álfar. Af þeirri ímynd var hægt að hafa dálítið gaman. Hún tengdist þeirri hugmynd útlendinga að hér væri fólk tengt náttúrunni undarlega djúpum og jafnvel furðulegum böndum. Ég laug því til dæmis alltaf að útlendingum, þegar tækifæri gafst, að á Íslandi væri almennt pissað á hákarla áður en þeir væru étnir. „Í alvöru?" sagði fólk þá og gapti. NÚNA mun renna upp það skeið í ímyndarsögu Íslands að við Íslendingar verðum í augum útlendinga enn furðulegri en nokkru sinni fyrr. Núna erum við ekki bara álfar, heldur fátækir, gjaldþrota álfar, tyggjandi hrossakjöt við mörk hins byggilega heims. Líkt og áður er það lykilatriði fyrir okkur sem hér búum og vitum betur, að hafa af þessari ímynd eitthvað gaman. ÉG er strax farinn að hlakka til. Ég ætla t.d. að halda því blákalt fram við næsta útlending að eftir að bankaranir hrundu hafi ég lifað meira og minna á kæstri hrossamjólk, sé með pappaspjöld í stað útidyrahurðar og að besti skemmtistaðurinn núna í miðborg Reykjavíkur sé tiltekinn olíutunna á hafnarbakkanum þar sem hægt er að standa ásamt félögum sínum og ylja sér við eld. Á einhverjum tímapunkti í samræðunni ætla ég síðan að halla mér hálfglottandi, með gatslitna rauða Sigurrósarhúfu á hausnum, að útlendingnum, vonandi blaðamanni, og spyrja hann andfúll - vegna þess að hér verður auðvitað ekki til neitt tannkrem lengur - hvort hann geti lánað mér pening. SVO er bara að vona, sem er dálítið áríðandi í stöðunni, að þetta grín verði ekki alltof nálægt raunveruleikanum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun