Fótbolti

Tíu stiga forysta Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho lagði upp mark fyrir Raul í kvöld.
Robinho lagði upp mark fyrir Raul í kvöld. Nordic Photos / AFP
Real Madrid er komið með tíu stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Racing Santander á útivelli í kvöld.

Raul og Gonzalo Higuain skoruðu mörk Real en síðara markið kom á lokamínútum leiksins.

Villarreal er nú komið upp í annað sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur á Real Valladolid. Nihat og Cazorta skoruðu mörk Villarreal.

Barcelona er því í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið við Espanyol í gær og er nú ellefu stigum á eftir Real Madrid sem er með 72 stig í toppsætinu.

Fimm umferðir eru eftir í spænsku úrvalsdeildinni og dugir Real að vinna tvo þessara leikja til að tryggja sér titilinn.

Real Madrid og Barcelona mætast á heimavelli Real þann 7. maí næstkomandi.

Önnur úrslit dagsins:

Levante - Getafe 3-1

Real Murcia - Mallorca 1-4

Osasuna - Deportivo 0-1

Athletic - Valencia 5-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×