Vonbrigði Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 23. maí 2008 06:00 Hafi eitthvað valdið mér vonbrigðum undanfarið þá er það kreppan sem allir eru að tala um. Eftir kreppuspár undanfarinna mánaða var ég orðin svolítið spennt og sá fram á að loks ætti það fyrir mér að liggja að lifa spennandi tíma. Rómantískar baslsögur frá kreppunni miklu heilluðu mig og í fávisku minni sá ég fyrir mér slíka tíma, fulla af erfiðleikum og ömurlegheitum sem við, sem alin erum upp í allsnægtum nútímans, höfum aldrei kynnst. Ég var hreinlega farin að búa mig undir að standa í biðröð eftir dósamat í slitinni kápu og með úfið hár og horfði með trega á flatskjáinn í stofunni sem brátt yrði aðeins tákn um horfinn tíma og seldur upp í skófatnað og eldivið. Svo kom kreppan og ekkert breyttist. Engir hungurverkir, ekkert atvinnuleysi og úrvalið í verslunum nákvæmlega það sama og áður. Þvílíkt frat! Hvar eru skömmtunarmiðarnir, rafmagnsleysið og vonleysið? Að kalla ástandið núna kreppu er hrein móðgun við alla þá sem reynt hafa raunverulegt mótlæti. Vissulega er svekkjandi að fá ekki lengur 100 prósent lán fyrir lúxushjólhýsi sem nota á tvisvar á ári en kreppa getur það varla kallast. Þetta er eitthvað allt annað. Vonbrigðin eru gífurleg. Ég er af kynslóð sem hefur aldrei þurft að hafa fyrir neinu. Almennileg kreppa hefði ekki aðeins kennt okkur að meta hlutina heldur líka bjargað ímynd okkar í augum komandi kynslóða. Það er ekki gaman að vera minnst sem dekurbarna. Við erum kynslóðin sem þykir ekki nógu fínt að vinna á kassa í Bónus. Kynslóðin sem kaupir hús til þess eins að rífa þau og byggja nýrra og stærra. Við eigum allt. Ef við fengum það ekki í fermingargjöf kaupum við það á yfirdrætti og ef við erum svo heppin að eiga nýríka foreldra getum við lifað á vísakortinu þeirra fram undir fertugt og þurfum því aldrei að velta verði á matvælum eða bensíni fyrir okkur. Kreppa hefði verið eins og syndaflóð eftir neysluæðið. Landlægt atvinnuleysi sameinaði fjölskyldurnar á ný og valkvíðinn sem háir okkur alla daga í samfélagi offramboðsins væri á bak og burt. Í stað þess að velta því fyrir okkur hvort við ættum að panta pítsu í kvöldmatinn eða fara á McDonalds þyrftum við ekkert að hugsa og færum beint í röðina við súpueldhúsin. Það þarf þá varla að nefna að menningartengdir sjúkdómar eins og offita væru fljótt úr sögunni. En þessar vonir verða að bíða betri tíma. Og það að læra að spara gerist varla í þessari kreppu. Að minnsta kosti tókst mér að hækka heimildina mína í gær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hafi eitthvað valdið mér vonbrigðum undanfarið þá er það kreppan sem allir eru að tala um. Eftir kreppuspár undanfarinna mánaða var ég orðin svolítið spennt og sá fram á að loks ætti það fyrir mér að liggja að lifa spennandi tíma. Rómantískar baslsögur frá kreppunni miklu heilluðu mig og í fávisku minni sá ég fyrir mér slíka tíma, fulla af erfiðleikum og ömurlegheitum sem við, sem alin erum upp í allsnægtum nútímans, höfum aldrei kynnst. Ég var hreinlega farin að búa mig undir að standa í biðröð eftir dósamat í slitinni kápu og með úfið hár og horfði með trega á flatskjáinn í stofunni sem brátt yrði aðeins tákn um horfinn tíma og seldur upp í skófatnað og eldivið. Svo kom kreppan og ekkert breyttist. Engir hungurverkir, ekkert atvinnuleysi og úrvalið í verslunum nákvæmlega það sama og áður. Þvílíkt frat! Hvar eru skömmtunarmiðarnir, rafmagnsleysið og vonleysið? Að kalla ástandið núna kreppu er hrein móðgun við alla þá sem reynt hafa raunverulegt mótlæti. Vissulega er svekkjandi að fá ekki lengur 100 prósent lán fyrir lúxushjólhýsi sem nota á tvisvar á ári en kreppa getur það varla kallast. Þetta er eitthvað allt annað. Vonbrigðin eru gífurleg. Ég er af kynslóð sem hefur aldrei þurft að hafa fyrir neinu. Almennileg kreppa hefði ekki aðeins kennt okkur að meta hlutina heldur líka bjargað ímynd okkar í augum komandi kynslóða. Það er ekki gaman að vera minnst sem dekurbarna. Við erum kynslóðin sem þykir ekki nógu fínt að vinna á kassa í Bónus. Kynslóðin sem kaupir hús til þess eins að rífa þau og byggja nýrra og stærra. Við eigum allt. Ef við fengum það ekki í fermingargjöf kaupum við það á yfirdrætti og ef við erum svo heppin að eiga nýríka foreldra getum við lifað á vísakortinu þeirra fram undir fertugt og þurfum því aldrei að velta verði á matvælum eða bensíni fyrir okkur. Kreppa hefði verið eins og syndaflóð eftir neysluæðið. Landlægt atvinnuleysi sameinaði fjölskyldurnar á ný og valkvíðinn sem háir okkur alla daga í samfélagi offramboðsins væri á bak og burt. Í stað þess að velta því fyrir okkur hvort við ættum að panta pítsu í kvöldmatinn eða fara á McDonalds þyrftum við ekkert að hugsa og færum beint í röðina við súpueldhúsin. Það þarf þá varla að nefna að menningartengdir sjúkdómar eins og offita væru fljótt úr sögunni. En þessar vonir verða að bíða betri tíma. Og það að læra að spara gerist varla í þessari kreppu. Að minnsta kosti tókst mér að hækka heimildina mína í gær.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun