Vinsæll bloggari gefur út bók 2. október 2008 07:00 „Ég notaðist mest við það sem ég skrifaði á blogginu og lokaði því fyrir þær færslur, en ég breytti auðvitað miklu og bætti líka inn nýju efni,“ segir Jóna um bók sína Sá einhverfi og við hin. „Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira