Dýr dropi Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. júní 2008 06:00 Hvað rekur sjötugan hollenskan ferðamann á húsbíl til að smygla 190 kílóum af eiturlyfjum til Íslands? Mér finnst ekki ólíklegt að sá hollenski hafi kynnt sér bensínverðið á Íslandi áður en hann lagði í hann og komist að þeirri niðurstöðu að ef hann ætlaði að keyra hringveginn kæmi hann með þessu móti kannski út á sléttu. Endrum og eins erum við minnt á hversu mikil lífsgæði eru fólgin í að komast hratt og örugglega á milli staða. Síðast gerðist það líklega árið 1997, þegar bensínafgreiðslufólk fór í verkfall. Það var hins vegar tímabundið ástand. Allt bendir til að eldsneytishækkanir undanfarinna mánuða séu varanlegar og við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingunum. Hækkanir á eldsneytisverði hafa sína kosti. Til margra magurra ára þjónaði jeppinn til dæmis því hlutverki fyrst og fremst að vera stöðutákn vel stæðra karla sem vildu bæta fyrir innra óöryggi með því að berast á. Þetta var gott ástand sem tryggði félagslegt gagnsæi. Í góðæri liðinna ára hefur hins vegar verið gengið rækilega á sérkenni hinna sterkefnuðu og hvalkynja bensínsvelgir eru nú til á öðru hverju heimili. Ef fer sem horfir færist ástandið hins vegar bráðum aftur í eðlilegt horf og það þarf enginn að velkjast í vafa um að þeir fáu sem aka áfram jeppa hafa efni á því. En ókostirnir eru hins vegar líka farnir að láta sé kræla. Bensín er til dæmis að ríða hinu opinbera á slig; það styttist í að lögreglan þurfi að meta hvert útkall eftir því hvort það svari bensínkostnaði og áður en langt um líður verða sjúkra- og slökkviliðsbílar skikkaðir til sparaksturs í neyðarútköllum. Það á eftir að verða bylting í samgöngumálum. Sjálfur hóf ég mína eigin byltingu í síðustu viku, þar sem ég stóð fyrir framan bensíndælu og gnísti tönnum. Það var ekki aðeins tankurinn sem var fullur heldur líka mælirinn - dropinn hafði holað steininn. Ég steytti hnefa í átt að fána olíufélagsins og strengdi þess heit að kaupa ekki aftur bensín. Í þessum mánuði. Mín litla ráðdeild má sín hins vegar lítils í hinu stóra samhengi, allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Ég legg til að ríkisstjórnin, sem á víst í ímyndarkröggum í umhverfismálum, gangi á undan með góðu fordæmi. Hvað um að skipta ráðherrajeppunum út yfir sumarmánuðina fyrir ráðherravespur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun
Hvað rekur sjötugan hollenskan ferðamann á húsbíl til að smygla 190 kílóum af eiturlyfjum til Íslands? Mér finnst ekki ólíklegt að sá hollenski hafi kynnt sér bensínverðið á Íslandi áður en hann lagði í hann og komist að þeirri niðurstöðu að ef hann ætlaði að keyra hringveginn kæmi hann með þessu móti kannski út á sléttu. Endrum og eins erum við minnt á hversu mikil lífsgæði eru fólgin í að komast hratt og örugglega á milli staða. Síðast gerðist það líklega árið 1997, þegar bensínafgreiðslufólk fór í verkfall. Það var hins vegar tímabundið ástand. Allt bendir til að eldsneytishækkanir undanfarinna mánuða séu varanlegar og við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingunum. Hækkanir á eldsneytisverði hafa sína kosti. Til margra magurra ára þjónaði jeppinn til dæmis því hlutverki fyrst og fremst að vera stöðutákn vel stæðra karla sem vildu bæta fyrir innra óöryggi með því að berast á. Þetta var gott ástand sem tryggði félagslegt gagnsæi. Í góðæri liðinna ára hefur hins vegar verið gengið rækilega á sérkenni hinna sterkefnuðu og hvalkynja bensínsvelgir eru nú til á öðru hverju heimili. Ef fer sem horfir færist ástandið hins vegar bráðum aftur í eðlilegt horf og það þarf enginn að velkjast í vafa um að þeir fáu sem aka áfram jeppa hafa efni á því. En ókostirnir eru hins vegar líka farnir að láta sé kræla. Bensín er til dæmis að ríða hinu opinbera á slig; það styttist í að lögreglan þurfi að meta hvert útkall eftir því hvort það svari bensínkostnaði og áður en langt um líður verða sjúkra- og slökkviliðsbílar skikkaðir til sparaksturs í neyðarútköllum. Það á eftir að verða bylting í samgöngumálum. Sjálfur hóf ég mína eigin byltingu í síðustu viku, þar sem ég stóð fyrir framan bensíndælu og gnísti tönnum. Það var ekki aðeins tankurinn sem var fullur heldur líka mælirinn - dropinn hafði holað steininn. Ég steytti hnefa í átt að fána olíufélagsins og strengdi þess heit að kaupa ekki aftur bensín. Í þessum mánuði. Mín litla ráðdeild má sín hins vegar lítils í hinu stóra samhengi, allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Ég legg til að ríkisstjórnin, sem á víst í ímyndarkröggum í umhverfismálum, gangi á undan með góðu fordæmi. Hvað um að skipta ráðherrajeppunum út yfir sumarmánuðina fyrir ráðherravespur?