Átökin á Gaza hafa valdið því að heimsmarkaðsverð á olíu og guli hefur farið hækkandi í morgun. Fjárfestar flýja nú í örugg skjól með fé sitt því þeir óttast að allt fari í bál og brand á Gazasvæðinu og að slíkt muni smita út frá sér um allan heim.
Olíuverðið fór aftur yfir 40 dollara á tunnuna í morgun en verðið hefur sveiflast milli 35 og 38 dollara yfir hátíðarnar.
Þá hækkaði verð á únsu af gulli um 2% í morgun og fór í tæplega 890 dollara.