Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2025 10:51 Alex Mashinsky, þá forstjóri Celsius, í bol sem á stendur „Bankar eru ekki vinir þínir“ árið 2021. Á endanum reyndist hann ekki vinur viðskiptavina Celsius heldur. Hann hefur játað sig sekan um að blekkja þá til að græða á þeim. Vísir/Getty Stofnandi og fyrrverandi forstjóri rafmyntafyrirtækisins Celsius, játaði sig sekan um fjársvik fyrir dómstól í New York á þriðjudag. Hann var ákærður fyrir að blekkja viðskiptavini til að fjárfesta í rafmynt sinni á sama tíma og hann seldi eigin hlut á uppsprengdu verði. Alríkissaksóknarar ákærðu Alex Mashinsky upphaflega fyrir fjársvik, samsæri og markaðsmisnotkun árið 2023, ári eftir að Celsius fór í þrot. Þeir sökuðu hann um að villa um fyrir viðskiptavinum til þess að fá þá til að fjárfesta í rafmynt fyrirtækisins og spenna upp verð rafmyntarinnar á fölskum forsendum. Mashinsky neitaði upphaflega sök en gerði síðan sátt við saksóknara. Þegar hann kom fyrir dómara á þriðjudag játaði hann sig hins vegar sekan í tveimur ákæruliðum af sjö: sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun til þess að hafa áhrif á gengi CEL-rafmyntar fyrirtækisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrir dómi játaði Mashinsky meðal annars að hafa blekkt viðskiptavini Celsius með því að fullyrða ranglega í viðtali árið 2021 að fyrirtækið hefði fengið vottun frá eftirlitsaðilum fyrir fjárfestingaleið sína. Þá hefði hann heldur ekki greint frá því að hann hefði selt eigin CEL-rafmyntir. Saksóknarar segja að Mashinsky hafi hagnast persónulega um 42 milljónir dollara, jafnvirðri tæpra sex milljarða íslenskra króna, á því að selja CEL-rafmyntir á uppsprengdu verði. Viðskiptavinir hans hafi aftur á móti setið í súpunni þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. „Ég veit að það sem ég gerði var rangt og ég vil gera hvað sem ég get til þess að bæta fyrir það,“ sagði fyrrverandi forstjórinn fyrir dómi. Sáttin sem Mashinsky gerði felur það meðal annars í sér að hann fellst á að áfrýja ekki fangelsisdómi sem er þrjátíu ár eða skemmri. Þrjátíu ár eru hámarksrefsing sem liggur við brotunum tveimur sem hann játaði sig sekan um. Ákveða á refsingu hans í apríl. Rafmyntir Efnahagsbrot Bandaríkin Tengdar fréttir Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. 27. september 2022 16:40 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Alríkissaksóknarar ákærðu Alex Mashinsky upphaflega fyrir fjársvik, samsæri og markaðsmisnotkun árið 2023, ári eftir að Celsius fór í þrot. Þeir sökuðu hann um að villa um fyrir viðskiptavinum til þess að fá þá til að fjárfesta í rafmynt fyrirtækisins og spenna upp verð rafmyntarinnar á fölskum forsendum. Mashinsky neitaði upphaflega sök en gerði síðan sátt við saksóknara. Þegar hann kom fyrir dómara á þriðjudag játaði hann sig hins vegar sekan í tveimur ákæruliðum af sjö: sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun til þess að hafa áhrif á gengi CEL-rafmyntar fyrirtækisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrir dómi játaði Mashinsky meðal annars að hafa blekkt viðskiptavini Celsius með því að fullyrða ranglega í viðtali árið 2021 að fyrirtækið hefði fengið vottun frá eftirlitsaðilum fyrir fjárfestingaleið sína. Þá hefði hann heldur ekki greint frá því að hann hefði selt eigin CEL-rafmyntir. Saksóknarar segja að Mashinsky hafi hagnast persónulega um 42 milljónir dollara, jafnvirðri tæpra sex milljarða íslenskra króna, á því að selja CEL-rafmyntir á uppsprengdu verði. Viðskiptavinir hans hafi aftur á móti setið í súpunni þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. „Ég veit að það sem ég gerði var rangt og ég vil gera hvað sem ég get til þess að bæta fyrir það,“ sagði fyrrverandi forstjórinn fyrir dómi. Sáttin sem Mashinsky gerði felur það meðal annars í sér að hann fellst á að áfrýja ekki fangelsisdómi sem er þrjátíu ár eða skemmri. Þrjátíu ár eru hámarksrefsing sem liggur við brotunum tveimur sem hann játaði sig sekan um. Ákveða á refsingu hans í apríl.
Rafmyntir Efnahagsbrot Bandaríkin Tengdar fréttir Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. 27. september 2022 16:40 Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. 27. september 2022 16:40
Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. 6. janúar 2023 12:12