Fótbolti

Frú Henry fær 10 milljónir evra

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Sun greinir frá því í dag að franski framherjinn Thierry Henry hjá Barcelona geti nú loksins farið að einbeita sér að fullu að því að spila fótbolta eftir að gengið hefur verið formlega frá skilnaði hans við fyrrum eiginkonu sína.

Henry giftist fyrirsætunni Claire Merry árið 2003 og áttu þau eina dóttur saman. Þau kynntust við upptökur á bílaauglýsingu árið 2001.

Frú Henry er sögð hafa farið fram á stóra sneið af eignaköku knattspyrnumannsins, en Sun segir að hún hafi fengið rúmar 10 milljónir evra í sinn hlut og sé hæstánægð með niðurstöðuna.

Henry hefur verið ólíkur sjálfum sér á vellinum síðan hann gekk í raðir Barcelona árið 2007 og sumir vilja rekja það til skilnaðar kappans.

Hann hefur sjálfur lýst því yfir í viðtölum að sér hafi liðið illa þar sem hann hafi ekki geta átt reglulegt samband við dóttur sína vegna skilnaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×