Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum 6. maí 2008 20:04 Svona lítur umslagið utan um nýju plötu Klive út. Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“