Spænska pressan rífur Barcelona í sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 11:18 Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry ganga heldur niðurlútir af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti