Kórfélagi hitar upp sósu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 30. desember 2008 00:01 Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi. Langar mig í kór? Í gleðskap fyrir fáum árum eftir nokkur lög fór fullorðinn maður á hnén og bað mig að leggja hluta af lífinu í kórstarf. Hégómleikinn greip mig örskamma stund, en svo hvolfdist yfir mig stundataflan og seta undir misvondum predikunum: Vík frá mér, freistari. Nei, takk. Kórinn er smáþorp í sjálfu sér, hreppur þar sem félagar hjálpast að, styðja hver annan, þar takast á ólíkir persónuleikar, keppendur um fagrar raddir, þeir lötu og svifaseinu koma í ljós, rétt eins og þeir kappsömu og framagjörnu. Kvennaljóminn fær sinn sess og piltagullin glansa. Svo hleypur dáraskapur í höfuð og nára og bestu menn breytast í hjónadjöfla. Fátt er erfiðara góðu kórstarfi en hjónaskilnaðir. Radddeildir riðlast og stjórnandinn verður að taka á honum stóra sínum til að halda hljómnum hreinum. Sagan af kvennagullinu í kirkjukórnum kemur því alltaf upp í hugann: hún var rifjuð upp þegar hann var allur. Trúr þeirri kenningu að alltaf væri einn gikkur í hverri veiðistöð hafði sá herra leikið lausum hala í kórnum á kirkjuloftinu og gert sér dælt við allar kvenraddir í kórnum, í nokkrum tilvikum með fullnægjandi árangri, en alltaf skilið efir sig brotin hjörtu klæddur sínum skrautlegu skyrtum. Hann hélt þó lífinu í kórnum sögðu kerlingarnar í plássinu þegar hann hrökk upp af. Fórnin í kórstarfinu er gjöf, gjaldið greiða aðrir vandamenn: kór fylgja fjarverur á hátíðadögum, steikur kúra í ofnum, sósur sitja á hlóðum og kólna, meðlætið mallar. En svo er hlaupið heim og allt er hitað upp: lífið heldur áfram í nýrri viku, nýju ári, nýju lífi í vissu eða von um farsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi. Langar mig í kór? Í gleðskap fyrir fáum árum eftir nokkur lög fór fullorðinn maður á hnén og bað mig að leggja hluta af lífinu í kórstarf. Hégómleikinn greip mig örskamma stund, en svo hvolfdist yfir mig stundataflan og seta undir misvondum predikunum: Vík frá mér, freistari. Nei, takk. Kórinn er smáþorp í sjálfu sér, hreppur þar sem félagar hjálpast að, styðja hver annan, þar takast á ólíkir persónuleikar, keppendur um fagrar raddir, þeir lötu og svifaseinu koma í ljós, rétt eins og þeir kappsömu og framagjörnu. Kvennaljóminn fær sinn sess og piltagullin glansa. Svo hleypur dáraskapur í höfuð og nára og bestu menn breytast í hjónadjöfla. Fátt er erfiðara góðu kórstarfi en hjónaskilnaðir. Radddeildir riðlast og stjórnandinn verður að taka á honum stóra sínum til að halda hljómnum hreinum. Sagan af kvennagullinu í kirkjukórnum kemur því alltaf upp í hugann: hún var rifjuð upp þegar hann var allur. Trúr þeirri kenningu að alltaf væri einn gikkur í hverri veiðistöð hafði sá herra leikið lausum hala í kórnum á kirkjuloftinu og gert sér dælt við allar kvenraddir í kórnum, í nokkrum tilvikum með fullnægjandi árangri, en alltaf skilið efir sig brotin hjörtu klæddur sínum skrautlegu skyrtum. Hann hélt þó lífinu í kórnum sögðu kerlingarnar í plássinu þegar hann hrökk upp af. Fórnin í kórstarfinu er gjöf, gjaldið greiða aðrir vandamenn: kór fylgja fjarverur á hátíðadögum, steikur kúra í ofnum, sósur sitja á hlóðum og kólna, meðlætið mallar. En svo er hlaupið heim og allt er hitað upp: lífið heldur áfram í nýrri viku, nýju ári, nýju lífi í vissu eða von um farsæld.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun