Loksins nýtt frá Emilíönu 10. júlí 2008 06:00 Ný plata eftir langa bið Emilíana Torrini syngur um einhvern Armini. Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira