Nýtt lag í stað plötu 19. október 2008 06:00 Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem var tekið upp í Danmörku. Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“