Órafmögnuð tónlistarhátíð 26. ágúst 2008 04:15 Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur skipuleggur tónlistarhátíðina sem verður haldin á Rósenberg um helgina. Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira