Fótbolti

Sven-Göran heilsaði upp á Eið Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Mexíkó.
Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Mexíkó. Nordic Photos / Getty Images

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Mexíkó, var viðstaddur æfingu hjá Barcelona og heilsaði upp á nokkra leikmenn liðsins, þeirra á meðal Eið Smára Guðjohnsen.

Þetta kemur fram í spænskum fjölmiðlum í dag en Eriksson var staddur á æfingunni til að fylgjast með og ræða við Rafael Marques sem er fyrirliði landsliðs Mexíkó.

Hann heilsaði svo upp á nokkra leikmenn sem hann þekkti frá því að hann var sjálfur landsliðsþjálfari Englands og knattspyrnustjóri Manchester City, til að mynda Alexander Hleb og Thierry Henry auk Eiðs Smára.

Mexíkó slapp naumlega inn í fjórðu og síðustu umferð undankeppni HM 2010 ásamt fimm öðrum liðum en þrjú efstu liðin í síðustu riðlakeppninni komast beint á HM í Suður-Afríku.

„Við byrjum í undankeppninni í febrúar og það verður ekki auðvelt að komast inn á HM," sagði Eriksson. „En við erum bjartsýnir. Ég hef nú rætt við langflesta leikmanna okkar sem leika í Evrópu og við erum sammála um það."

Eriksson mun verða meðal áhorfenda á Nou Camp á laugardagskvöldið er Barcelona tekur á móti Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×