Gera þarf betur Auðunn Arnórsson skrifar 6. október 2008 07:00 Íslendingar voru nú um helgina minntir með óþægilegum hætti á ókostina sem fylgja því að búa á úthafseyju er forsvarsmaður eins olíufélagsins greindi frá því að vegna gjaldeyrisskorts í viðskiptabönkunum væri erfitt að fá keypt eldsneyti til landsins og olíufélögin hefðu aðeins 30-40 daga birgðir. Yfir 300.000 tonnum af innfluttu eldsneyti, bensíni og díselolíu, er brennt í bílvélum Íslendinga á hverju ári. Eins og þróunin á heimsmarkaðsverði olíu og gengi íslenzku krónunnar hefur verið þarf að greiða tugi milljarða króna fyrir þennan innflutning. Það væri því ekki lítil lyftistöng fyrir þjóðarbúið ef innlend raforka (og ræktað eða tilbúið eldsneyti) kæmi að mestu í staðinn fyrir þessa innfluttu orku, en á því er raunhæfur möguleiki ef alvara er gerð úr því að flýta fyrir því að hér komist raf- og tengiltvinnbílar í umferð í stórum stíl. Til þess að það megi verða stendur það upp á ríkisvaldið að skapa áþreifanlega hvata til að þannig bílar komist hér á göturnar um leið og bílaframleiðendur bjóða upp á þá. Nýgerður samningur iðnaðarráðuneytisins við Mitsubishi-iðnrisann japanska um prófanir á nýjum rafbíl og uppbyggingu þjónustunets við rafbíla hérlendis er skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Geir H. Haarde forsætisráðherra lét þess getið í stefnuræðu sinni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld að ríkisstjórnin hefði ákveðið að breyta reglum um gjaldheimtu af ökutækjum og eldsneyti þannig að hagrænir hvatar sköpuðust til að íslenzkur almenningur veldi sér vistvænni bíla. Þar hlýtur Geir að hafa verið að vísa til tillagna sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnina í vor og eru afrakstur vinnu sérskipaðs starfshóps sem fulltrúar fjögurra ráðuneyta áttu sæti í. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu er hins vegar vinna við gerð lagafrumvarps á grundvelli þessara tillagna ekki hafin þar sem ríkisstjórnin hefði enn ekki tekið ákvörðun um að það skyldi gert. Enda sér þess hvergi stað í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi að gert sé ráð fyrir nokkrum breytingum á því fyrirkomulagi gjaldheimtu af bílum, eldsneyti og umferð sem nú er við lýði. Fréttirnar af því að til eldsneytisskorts gæti komið í landinu voru reyndar líka áminning um að ríkisstjórnin sýndi ábyrgðarleysi þegar hún ákvað að selja eldsneytistankana í Hvalfirði, sem ríkið erfði eftir Varnarliðið, til einkaaðila í stað þess að nýta þá til að geyma varaeldsneytisbirgðir fyrir þessa bílaháðu eyþjóð. Það sýnir sig nú í gjaldeyrisskortinum hve skynsamleg sú ráðstöfun hefði verið - svo lengi sem bílar hinnar bílaháðu þjóðar ganga fyrir innfluttu eldsneyti. Það er spurning um orkuöryggi. En það eru fleiri aðilar sem þurfa að gera betur. Í greinaflokki um „úreldingu olíunnar" sem birtur hefur verið í Fréttablaðinu undanfarna daga er minnzt á fordæmi sænsku borgarinnar Växjö, sem með metnaðarfullri umhverfisstefnu hefur orðið sér úti um nafnbótina „grænasta borg Evrópu". Í ljósi þess að í orkubúskap Reykvíkinga vegur endurnýjanleg orka enn þyngra en í „grænustu borg Evrópu" ætti það að vera Reykvíkingum hvatning til að setja sér markmið sem gera myndu borginni kleift að gera tilkall til þessa titils. Langstærsti mengunarvaldurinn í borginni er umferðin. Til að ná þessu marki þyrftu því bæði ríki og borg að taka saman höndum um að stuðla að sjálfbærri samgöngubyltingu, þjóðarhag og ímynd Íslands til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Íslendingar voru nú um helgina minntir með óþægilegum hætti á ókostina sem fylgja því að búa á úthafseyju er forsvarsmaður eins olíufélagsins greindi frá því að vegna gjaldeyrisskorts í viðskiptabönkunum væri erfitt að fá keypt eldsneyti til landsins og olíufélögin hefðu aðeins 30-40 daga birgðir. Yfir 300.000 tonnum af innfluttu eldsneyti, bensíni og díselolíu, er brennt í bílvélum Íslendinga á hverju ári. Eins og þróunin á heimsmarkaðsverði olíu og gengi íslenzku krónunnar hefur verið þarf að greiða tugi milljarða króna fyrir þennan innflutning. Það væri því ekki lítil lyftistöng fyrir þjóðarbúið ef innlend raforka (og ræktað eða tilbúið eldsneyti) kæmi að mestu í staðinn fyrir þessa innfluttu orku, en á því er raunhæfur möguleiki ef alvara er gerð úr því að flýta fyrir því að hér komist raf- og tengiltvinnbílar í umferð í stórum stíl. Til þess að það megi verða stendur það upp á ríkisvaldið að skapa áþreifanlega hvata til að þannig bílar komist hér á göturnar um leið og bílaframleiðendur bjóða upp á þá. Nýgerður samningur iðnaðarráðuneytisins við Mitsubishi-iðnrisann japanska um prófanir á nýjum rafbíl og uppbyggingu þjónustunets við rafbíla hérlendis er skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Geir H. Haarde forsætisráðherra lét þess getið í stefnuræðu sinni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld að ríkisstjórnin hefði ákveðið að breyta reglum um gjaldheimtu af ökutækjum og eldsneyti þannig að hagrænir hvatar sköpuðust til að íslenzkur almenningur veldi sér vistvænni bíla. Þar hlýtur Geir að hafa verið að vísa til tillagna sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnina í vor og eru afrakstur vinnu sérskipaðs starfshóps sem fulltrúar fjögurra ráðuneyta áttu sæti í. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu er hins vegar vinna við gerð lagafrumvarps á grundvelli þessara tillagna ekki hafin þar sem ríkisstjórnin hefði enn ekki tekið ákvörðun um að það skyldi gert. Enda sér þess hvergi stað í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi að gert sé ráð fyrir nokkrum breytingum á því fyrirkomulagi gjaldheimtu af bílum, eldsneyti og umferð sem nú er við lýði. Fréttirnar af því að til eldsneytisskorts gæti komið í landinu voru reyndar líka áminning um að ríkisstjórnin sýndi ábyrgðarleysi þegar hún ákvað að selja eldsneytistankana í Hvalfirði, sem ríkið erfði eftir Varnarliðið, til einkaaðila í stað þess að nýta þá til að geyma varaeldsneytisbirgðir fyrir þessa bílaháðu eyþjóð. Það sýnir sig nú í gjaldeyrisskortinum hve skynsamleg sú ráðstöfun hefði verið - svo lengi sem bílar hinnar bílaháðu þjóðar ganga fyrir innfluttu eldsneyti. Það er spurning um orkuöryggi. En það eru fleiri aðilar sem þurfa að gera betur. Í greinaflokki um „úreldingu olíunnar" sem birtur hefur verið í Fréttablaðinu undanfarna daga er minnzt á fordæmi sænsku borgarinnar Växjö, sem með metnaðarfullri umhverfisstefnu hefur orðið sér úti um nafnbótina „grænasta borg Evrópu". Í ljósi þess að í orkubúskap Reykvíkinga vegur endurnýjanleg orka enn þyngra en í „grænustu borg Evrópu" ætti það að vera Reykvíkingum hvatning til að setja sér markmið sem gera myndu borginni kleift að gera tilkall til þessa titils. Langstærsti mengunarvaldurinn í borginni er umferðin. Til að ná þessu marki þyrftu því bæði ríki og borg að taka saman höndum um að stuðla að sjálfbærri samgöngubyltingu, þjóðarhag og ímynd Íslands til framdráttar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun