Saga flóttamanna og hælisleitenda 11. september 2008 04:00 Sylvia Kithole Moudi Fædd í Keníu 1975, kom til Íslands árið 2006. Mynd/Katrín Elvarsdóttir Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Á sýningunni er veitt innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Fólkið á sýningunni er um flest ólíkt, en á það þó sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín og að hafa komið til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Katrín segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað fyrir nokkrum árum þegar þær Sigrún voru báðar nýfluttar heim að utan og langaði til að vinna að verkefni saman. „Það reyndist nokkuð erfitt að hrinda þessarri hugmynd okkar í framkvæmd," útskýrir Katrín. „Fyrir það fyrsta var erfitt að hafa uppi á fólki sem var flóttafólk eða hælisleitendur og var reiðubúið að leyfa okkur að mynda sig og segja okkur frá reynslu sinni. Einnig var erfitt að útvega fjármögnun fyrir verkefnið og sýningarstað og því höfum við verið að vinna í þessu hægt og rólega um nokkuð skeið. Það komst reyndar skriður á verkefnið eftir að við fengum inni hjá Ljósmyndasafninu." Katrín tók tvær myndir af hverri manneskju; portrettmynd og mynd af fólkinu með hlut sem hefur fylgt þeim í gegn um flutningsferlið og hefur mikið tilfinningagildi. „Það var athyglisvert að sjá hvað fólk valdi ólíka hluti; sumir völdu hluti sem höfðu fylgt þeim frá heimalandinu og aðrir völdu hluti sem táknuðu hið nýja líf þeirra á Íslandi," segir Katrín. Viðföng sýningarinnar eru ellefu talsins og spanna breitt aldursbil. Þannig er elsta fyrirsætan flóttamaður sem kom til landsins frá Ungverjalandi árið 1956, en einnig má sjá á sýningunni myndir af ungu fólki sem kom til landsins í sumar og leitaði hér hælis, en enn er óljóst hvort það fær að dvelja hér. Athygli vekur að sýningin er opnuð í sömu viku og hópur af flóttafólki frá Palestínu kom til landsins og málefni flóttafólks og hælisleitenda því óhjákvæmilega mikið í umræðunni. Katrín segir tímasetninguna þó algera tilviljun. „Við vorum búnar að ákveða þennan sýningartíma löngu áður en koma flóttafólksins var gerð opinber. En þetta er skemmtileg tilviljun sem verður vonandi til þess að vekja fólk enn fremur til umhugsunar um málefni flóttafólks og hælisleitenda." Sýningin Heima - heiman stendur til 23. nóvember. Rétt er að vekja athygli á því að um þessar mundir og fram til 27. september er einnig hægt að sjá ljósmyndir eftir Katrínu á sýningunni Margsaga í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Á sýningunni er veitt innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Fólkið á sýningunni er um flest ólíkt, en á það þó sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín og að hafa komið til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Katrín segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað fyrir nokkrum árum þegar þær Sigrún voru báðar nýfluttar heim að utan og langaði til að vinna að verkefni saman. „Það reyndist nokkuð erfitt að hrinda þessarri hugmynd okkar í framkvæmd," útskýrir Katrín. „Fyrir það fyrsta var erfitt að hafa uppi á fólki sem var flóttafólk eða hælisleitendur og var reiðubúið að leyfa okkur að mynda sig og segja okkur frá reynslu sinni. Einnig var erfitt að útvega fjármögnun fyrir verkefnið og sýningarstað og því höfum við verið að vinna í þessu hægt og rólega um nokkuð skeið. Það komst reyndar skriður á verkefnið eftir að við fengum inni hjá Ljósmyndasafninu." Katrín tók tvær myndir af hverri manneskju; portrettmynd og mynd af fólkinu með hlut sem hefur fylgt þeim í gegn um flutningsferlið og hefur mikið tilfinningagildi. „Það var athyglisvert að sjá hvað fólk valdi ólíka hluti; sumir völdu hluti sem höfðu fylgt þeim frá heimalandinu og aðrir völdu hluti sem táknuðu hið nýja líf þeirra á Íslandi," segir Katrín. Viðföng sýningarinnar eru ellefu talsins og spanna breitt aldursbil. Þannig er elsta fyrirsætan flóttamaður sem kom til landsins frá Ungverjalandi árið 1956, en einnig má sjá á sýningunni myndir af ungu fólki sem kom til landsins í sumar og leitaði hér hælis, en enn er óljóst hvort það fær að dvelja hér. Athygli vekur að sýningin er opnuð í sömu viku og hópur af flóttafólki frá Palestínu kom til landsins og málefni flóttafólks og hælisleitenda því óhjákvæmilega mikið í umræðunni. Katrín segir tímasetninguna þó algera tilviljun. „Við vorum búnar að ákveða þennan sýningartíma löngu áður en koma flóttafólksins var gerð opinber. En þetta er skemmtileg tilviljun sem verður vonandi til þess að vekja fólk enn fremur til umhugsunar um málefni flóttafólks og hælisleitenda." Sýningin Heima - heiman stendur til 23. nóvember. Rétt er að vekja athygli á því að um þessar mundir og fram til 27. september er einnig hægt að sjá ljósmyndir eftir Katrínu á sýningunni Margsaga í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið