Kvikmyndaver selt 23. október 2008 09:00 Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira