Poetrix predikar úti á landi 8. nóvember 2008 06:00 Poetrix uppfræðir krakka í Sandgerði. „Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira