Fótbolti

Real Madrid féll úr bikarnum gegn liði í 3. deild

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gonzalo Higuain og Raul Gonzalez búa sig undir að taka miðju eftir að Real Union skoraði.
Gonzalo Higuain og Raul Gonzalez búa sig undir að taka miðju eftir að Real Union skoraði.

Real Union, sem leikur í 3. deild spænska boltans, náði í kvöld því afreki að slá stórlið Real Madrid út úr Konungsbikarnum. Tvær viðureignir þessara liða enduðu samtals með jafntefli 6-6 en Real Union fer áfram á fleiri mörkum á útivelli.

Union vann fyrri leikinn í 32-liða úrslitum keppninnar 3-2. Seinni leikurinn fór fram í kvöld og stefndi allt í að Real Madrid færi áfram enda staðan 4-2 þeim í vil þegar venjulegur leiktími var að líða.

En þá náði Real Union að koma boltanum framhjá Jerzy Dudek og minnka muninn í 4-3. Þrátt fyrir að tapa leiknum í kvöld komst Real Union hinsvegar áfram en þessi úrslit verða að teljast ansi óvænt.

Raul skoraði þrennu fyrir Real Madrid í leiknum í kvöld en þau mörk telja nú lítið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×