Tónlist

Spila án Plants

Endurkoman fræga Robert Plant og Jimmy Page í O2-höllinni í London í fyrra. Nordichotos/Getty
Endurkoman fræga Robert Plant og Jimmy Page í O2-höllinni í London í fyrra. Nordichotos/Getty

Rokksveitin Led Zeppelin er á leið í tónleikaferð en söngvarinn Robert Plant verður ekki með í för. Bassaleikarinn John Paul Jones sagði í samtali við BBC að Plant hafi ákveðið að fara ekki með og nýs söngvara væri nú leitað.

Eftirlifandi meðlimir Led Zeppelin komu sem kunnugt er aftur saman á stórtónleikum í O2-höllinni í London í desember í fyrra. Eftir það hafa sögusagnir verið á kreiki um að hljómsveitin myndi halda í tónleikaferðalag. Jason Bonham, sonur trommarans sáluga, Johns Bonham, spilaði með sveitinni á þeim tónleikum og verður með áfram. Þeir Jones, Bonham yngri og gítarleikarinn Jimmy Page eru ákveðnir í að sá söngvari sem fer með þeim í reisuna verði ekki eins og hann.

„Þetta verður að passa. Það er tilgangslaust að leita bara að öðrum Robert," segir Jones. Ekki hefur fengist upplýst hvenær umrætt tónleikaferðalag er fyrirhugað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×