Fá Færeyinga til að dansa 18. júlí 2008 06:00 Heimir og Raffaelle skipa saman plötusnúðatvíeykið Karíus & Baktus. Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Með þessu móti búast skipuleggjendur hátíðarinnar við því að geta boðið gestum upp á enn stærri og betri hátíð að ári liðnu. Íslenska plötusnúðatvíkeykið Karíus & Baktus eru á meðal þeirra sem munu spila á hátíðinni um helgina, en tvíeykið skipa þeir Heimir Héðinsson og Raffaele Manna og eru þeir einu Íslendingarnir sem spila á hátíðinni í ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þeir félagar spila saman á erlendri grundu. „Ég hef spilað bæði í Gvatemala og í Boston í Bandaríkjunum og Raffi bjó lengi á Ítalíu þannig að hann hefur mikið spilað á skemmtistöðum þar,“ segir Heimir, annar helmingur tvíeykisins. Heimir og Raffaele hafa spilað saman frá árinu 2005 og hófu ferilinn á Kaffi Cultura. „Við byrjuðum þar en fórum svo fljótlega að spila á öðrum stöðum eins og Sirkús og Barnum. Þessa dagana spilum við helst á Qbar þar sem bæði Sirkús og Barinn eru horfnir.“ Að öllu jöfnu spila Heimir og Raffaele svokallaða drak electro-tónlist en segjast hafa fært sig yfir í ögn glaðværari tóna þegar sól tók að hækka. „Í sumar höfum við mikið verið að spila tónlist sem kallast latino minimal sem er ekki jafn hörð,“ segir Heimir. Þeir félagar hafa einnig verið iðnir við að skipuleggja þemakvöld á skemmtistaðnum Qbar. „Markmiðið með þeim kvöldum er bara það að halda góð partý. Við leggjum mikinn metnað í þetta og höfum til dæmis oft þurft að gjörbreyta staðnum til þess eins að ná fram réttri stemningu. Við höfum meðal annars haldið strandpartý og galakvöld á Qbar og þann 26.07. verðum við með Studio 54-partý.“ Aðspurður segir Heimir mikinn tíma fara í tónlistina, „Það fer mikill tími í að grúska og fylgjast með því sem er að gerast innan danstónlistar. oft eru þetta nokkrir klukkutímar á dag sem fara í það eitt að finna ný lög fyrir komandi helgi,“ segir Heimir, en til gamans má geta að hann er yngri bróðir Baldurs Héðinssonar sem fyrr í vetur var valinn besti plötusnúðurinn í Boston annað árið í röð. Í haust er svo stefnan tekin á London þar sem þeir félagar hyggjast skemmta Londonbúum, „Þetta er allt í bígerð en ætti að skýrast á næstu vikum. Við höfum líka verið að semja sjálfir í nokkur ár en verið latir við að reyna að gefa það út þannig við stefnum á að fara að vinna í því líka í haust,“ segir Heimir að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Með þessu móti búast skipuleggjendur hátíðarinnar við því að geta boðið gestum upp á enn stærri og betri hátíð að ári liðnu. Íslenska plötusnúðatvíkeykið Karíus & Baktus eru á meðal þeirra sem munu spila á hátíðinni um helgina, en tvíeykið skipa þeir Heimir Héðinsson og Raffaele Manna og eru þeir einu Íslendingarnir sem spila á hátíðinni í ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þeir félagar spila saman á erlendri grundu. „Ég hef spilað bæði í Gvatemala og í Boston í Bandaríkjunum og Raffi bjó lengi á Ítalíu þannig að hann hefur mikið spilað á skemmtistöðum þar,“ segir Heimir, annar helmingur tvíeykisins. Heimir og Raffaele hafa spilað saman frá árinu 2005 og hófu ferilinn á Kaffi Cultura. „Við byrjuðum þar en fórum svo fljótlega að spila á öðrum stöðum eins og Sirkús og Barnum. Þessa dagana spilum við helst á Qbar þar sem bæði Sirkús og Barinn eru horfnir.“ Að öllu jöfnu spila Heimir og Raffaele svokallaða drak electro-tónlist en segjast hafa fært sig yfir í ögn glaðværari tóna þegar sól tók að hækka. „Í sumar höfum við mikið verið að spila tónlist sem kallast latino minimal sem er ekki jafn hörð,“ segir Heimir. Þeir félagar hafa einnig verið iðnir við að skipuleggja þemakvöld á skemmtistaðnum Qbar. „Markmiðið með þeim kvöldum er bara það að halda góð partý. Við leggjum mikinn metnað í þetta og höfum til dæmis oft þurft að gjörbreyta staðnum til þess eins að ná fram réttri stemningu. Við höfum meðal annars haldið strandpartý og galakvöld á Qbar og þann 26.07. verðum við með Studio 54-partý.“ Aðspurður segir Heimir mikinn tíma fara í tónlistina, „Það fer mikill tími í að grúska og fylgjast með því sem er að gerast innan danstónlistar. oft eru þetta nokkrir klukkutímar á dag sem fara í það eitt að finna ný lög fyrir komandi helgi,“ segir Heimir, en til gamans má geta að hann er yngri bróðir Baldurs Héðinssonar sem fyrr í vetur var valinn besti plötusnúðurinn í Boston annað árið í röð. Í haust er svo stefnan tekin á London þar sem þeir félagar hyggjast skemmta Londonbúum, „Þetta er allt í bígerð en ætti að skýrast á næstu vikum. Við höfum líka verið að semja sjálfir í nokkur ár en verið latir við að reyna að gefa það út þannig við stefnum á að fara að vinna í því líka í haust,“ segir Heimir að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira