Bjartmar leigir leikhús í London 26. september 2008 05:00 Mr. Kolpert verður sýnt frá 1. til 12. október í Greenwich Playhouse í London, en verkið er frumraun Bjartmars í leikstjórn. Bjartmar Þórðarson þreytti frumraun sína sem leikstjóri í verki sem frumsýnt var í London í gær. „Ég og félagi minn erum að setja upp tvær sýningar með hléi á milli, sem við leikstýrum hvor í sínu lagi," segir Bjartmar Þórðarson leikari, sem leikstýrir verkinu Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse í London. Leikritið var frumsýnt í gær og er frumraun Bjartmars í leikstjórn. Hann útskrifaðist sem leikari árið 2004, en er nú að ljúka mastersnámi í leikstjórn frá Rose Bruiford-leiklistarskólanum. „Ég og Ryland Alexander, félagi minn, fengum svokallaðan „career development"-styrk sem við ákváðum að nota til að leigja leikhús. Ryland setti upp einleik en fimm leikarar eru í sýningunni minni, sem er bæði lokaverkefni og fyrsta sýning eftir nám. Ég réði leikarana eftir prufur sem ég hélt úti í ágúst, en nokkra þekkti ég frá því að ég var í Webber-Douglas-leiklistarskólanum," útskýrir Bjartmar, sem hefur verið búsettur í London undanfarið ár. Aðspurður segist hann stefna á að flytja aftur til Íslands að námi loknu. „Ég er að fara í smá leikstjórnarverkefni á Íslandi í október, en annars er ég bara að leita að verkefnum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Það sem heillar mig mest er að geta starfað bæði við leikstjórn og leiklist, svo maður fái örugglega ekki leiða á öðru hvoru. Það væri draumastaðan," segir Bjartmar. Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bjartmar Þórðarson þreytti frumraun sína sem leikstjóri í verki sem frumsýnt var í London í gær. „Ég og félagi minn erum að setja upp tvær sýningar með hléi á milli, sem við leikstýrum hvor í sínu lagi," segir Bjartmar Þórðarson leikari, sem leikstýrir verkinu Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse í London. Leikritið var frumsýnt í gær og er frumraun Bjartmars í leikstjórn. Hann útskrifaðist sem leikari árið 2004, en er nú að ljúka mastersnámi í leikstjórn frá Rose Bruiford-leiklistarskólanum. „Ég og Ryland Alexander, félagi minn, fengum svokallaðan „career development"-styrk sem við ákváðum að nota til að leigja leikhús. Ryland setti upp einleik en fimm leikarar eru í sýningunni minni, sem er bæði lokaverkefni og fyrsta sýning eftir nám. Ég réði leikarana eftir prufur sem ég hélt úti í ágúst, en nokkra þekkti ég frá því að ég var í Webber-Douglas-leiklistarskólanum," útskýrir Bjartmar, sem hefur verið búsettur í London undanfarið ár. Aðspurður segist hann stefna á að flytja aftur til Íslands að námi loknu. „Ég er að fara í smá leikstjórnarverkefni á Íslandi í október, en annars er ég bara að leita að verkefnum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Það sem heillar mig mest er að geta starfað bæði við leikstjórn og leiklist, svo maður fái örugglega ekki leiða á öðru hvoru. Það væri draumastaðan," segir Bjartmar.
Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira