Dark Knight slær öll aðsóknarmet 29. júlí 2008 06:00 The Dark Knight hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi, en 25.000 manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn og aldrei hafa selst jafnmargir miðar í forsölu. „Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira