Fótbolti

Raul og Krkic ekki með Spáni á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raul fer ekki á EM í sumar.
Raul fer ekki á EM í sumar. Nordic Photos / AFP

Luis Aragones hefur tilkynnt 23 manna landsliðshóp Spánar sem fer á EM í sumar. Hvorki Raul né Bojan Krkic eru í landsliðshópnum.

Það sem kom helst á óvart í vali Aragones er að Santi Cazorla, leikmaður Villarreal og Sergio Garcia hjá Real Zaragoza voru valdir í hópinn.

Raul hefur ekki verið valinn í hópinn síðan að Spánverjar töpuðu fyrir Norður-Írum í september 2006 en hann hefur verið í góðu formi á leiktíðinni og skorað átján mörk fyrir Real Madrid sem er hans besti árangur í sjö ár.

Raul á að baki 44 mörk og 102 landsleiki og er leikreyndasti útileikmaður Spánar.

Búist var fastlega við því að Krkic yrði valinn en hann kaus sjálfur að vera eftir heima þar sem hann sagði að hann væri mjög þreyttur eftir leiktíðina á Spáni sem lýkur nú um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×