Fótbolti

AC Milan slátraði Reggina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn AC Milan fagna marki í dag.
Leikmenn AC Milan fagna marki í dag. Nordic Photos / AFP
Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Reggina sem tapaði, 5-1, fyrir AC Milan á útivelli í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag.

Kaka skoraði fyrstu tvö mörkin úr vítaspyrnum og innsiglaði svo þrennuna á 68. mínútu. Filippo Inzaghi bætti við fjórða markinu og Alexandre Pato því fimmta.

Edgar Barreto skoraði eina mark Reggina í leiknum en liðið er nú á botni deildarinnar með 30 stig, rétt eins og Livorno og Empoli sem einnig sitja í fallsætum. Cagliari er í sextánda sæti með 32 stig og Parma í því sautjánda með 31 stig.

Það stefnir því í hörkuspennandi fallbaráttu síðustu fjórar umferðirnar.

Inter getur náð sex stiga forystu á toppi deildarinnar í kvöld með sigri á Torino. Roma er í öðru sæti deildarinnar en gerði 1-1 við Livorno og tapaði þar með dýrmætum stigum.

Önnur úrslit dagsins:

Atalanta - Juventus 0-4

Cagliari - Empoli 2-0

Catania - Lazio 1-0

Parma - Napoli 1-2

Sampdoria - Udinese 3-0

Siena - Genoa 0-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×