Fótbolti

Níu stiga forysta Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Varnarmaðurinn Maicon frá Brasilíu var hetja Inter í dag.
Varnarmaðurinn Maicon frá Brasilíu var hetja Inter í dag. Nordic Photos / AFP
Inter styrkti stöðu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með því að verða fyrsta liðið til að vinna Siena á heimavelli síðarnefnda liðsins á tímabilinu.

Maicon kom Inter yfir á 35. mínútu leiksins en Houssine Kharja jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Maicon tryggði svo Inter sigurinn með sínu öðru marki í leiknum sjö mínútum fyrir leikslok.

Fyrr í kvöld vann Lazio 1-0 sigur á Palermo þökk sé marki Tommaso Rocchi á 66. mínútu.

Inter er nú með níu stiga forystu á Juventus á toppi deildarinnar sem á reyndar leik til góða. Lazio er í sjötta sæti með 27 stig, fimmtán stigum á eftir Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×