Fótbolti

Skammast sín fyrir klæðskiptingahneykslið

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Ronaldo segist skammast sín mikið eftir klæðskiptingahneykslið á dögunum og segir þetta vera stærstu mistök sem hann hafi gert á knattspyrnuferlinum.

Ronaldo var yfirheyrður af lögreglu eftir vafasöm viðskipti við klæðskiptinga í Rio í Brasilíu. Hann sagðist hafa ætlað að gera sér dagamun með þremur stúlkum en komst að því að þær voru í raun þeir þegar á hótelherbergi var komið.

Ronaldo ræddi um málið í sjónvarpsviðtali á Globo í Brasilíu.

"Þetta var bara eitt skipti og þetta var dæmi um algjört hugsunarleysi. Ég gerði þarna stærstu mistök lífs míns. Ég skammast mín og vil biðjast afsökunar á því. Allir geta gert mistök og ég gerði mistök í þessu tilfelli," sagði Ronaldo.

Hann neitaði alfarið að hafa neytt áfengis eða fíkniefna.

Lögregla hefur til rannsóknar ásakanir Ronaldo um að klæðskiptingarnir hafi reynt að kúga út úr honum fé fyrir að þegja yfir þessum óvenjulega fundi þeirra á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×