Van Damme sem Van Damme 13. nóvember 2008 03:15 Harðhaus tíunda áratugarins Van Damme leikur sjálfan sig. Kvikmyndin JCVD var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi við nokkra undrun og furðu bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin er að hluta til sannsöguleg, enda byggð á ævi og störfum hasarmyndahetjunnar Jean-Claude Van Damme og þeirri tilvistarkreppu sem hann hefur mátt upplifa nú þegar hann hefur ekki leikið í vinsælli mynd í tíu ár. Jean-Claude Van Damme fer sjálfur með aðal- og titilhlutverk myndarinnar og þykir standa sig með mikilli prýði; gagnrýnendur hrífast sérlega af atriði þar sem hann fellir grímuna, grætur og talar beint í myndavélina. Atriðið þykir afhjúpa algerlega nýja hlið á þessum einum helsta harðhaus tíunda áratugar síðustu aldar. Leikstjóri myndarinnar er Frakkinn Mabrouk El Mechri og samdi hann einnig handritið, eða öllu heldur, endurskrifaði það upp úr eldra handriti annara höfunda. „Í fyrri útgáfu handritsins var bara gert grín að Van Damme," segir El Mechri. „Það var alveg augljóst að höfundarnir voru ekki aðdáendur hans." Þess má því vænta að myndin JCVD takist á við viðfangsefni sitt af virðingu. - vþ Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin JCVD var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi við nokkra undrun og furðu bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin er að hluta til sannsöguleg, enda byggð á ævi og störfum hasarmyndahetjunnar Jean-Claude Van Damme og þeirri tilvistarkreppu sem hann hefur mátt upplifa nú þegar hann hefur ekki leikið í vinsælli mynd í tíu ár. Jean-Claude Van Damme fer sjálfur með aðal- og titilhlutverk myndarinnar og þykir standa sig með mikilli prýði; gagnrýnendur hrífast sérlega af atriði þar sem hann fellir grímuna, grætur og talar beint í myndavélina. Atriðið þykir afhjúpa algerlega nýja hlið á þessum einum helsta harðhaus tíunda áratugar síðustu aldar. Leikstjóri myndarinnar er Frakkinn Mabrouk El Mechri og samdi hann einnig handritið, eða öllu heldur, endurskrifaði það upp úr eldra handriti annara höfunda. „Í fyrri útgáfu handritsins var bara gert grín að Van Damme," segir El Mechri. „Það var alveg augljóst að höfundarnir voru ekki aðdáendur hans." Þess má því vænta að myndin JCVD takist á við viðfangsefni sitt af virðingu. - vþ
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira