Einn með íslenskri náttúru 29. ágúst 2008 05:15 Stefan sækir í einveruna. Mynd/Erdmann Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira