Seldi myndlistarsýningu í heilu lagi til Danmerkur 17. desember 2008 04:00 Seldi heila sýningu til Danmerkur og fagnar því að verkin fái að fylgjast að.fréttablaðið/vilhelm „Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira